Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:14 Ferðamaður á ferð við Kerið. Vísir/Eyþór Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Dregið hefur úr fjölgun erlendra ferðamanna á milli ára samkvæmt talningum ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðamálastjóri segir að ferðamönnum haldi þó áfram að fjölga en frá áramótum hafa um 973 þúsund ferðamenn komið til landsins. Um 221 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í júní á síðasta ári. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, segir að fjölgunin nemi um 18,9 prósent á milli ára. „Þar af eru Bandaríkjamenn talsvert hátt hlutfall. Þetta er minni fjölgun en við vorum að sjá í vetur en samt ekki lítil fjölgun.“ Um er að ræða svipaða hlutfallslega aukningu milli ára og í maímánuði en mun minni en mældist í janúar, febrúar, mars og apríl.„Við höfum heyrt innan ferðaþjónustunnar að upplifun fólks sú að það sé aðeins farið að draga úr þessari ofboðslegu fjölgun ferðamanna sem verið hefur á undanförnum misserum. Það er í sjálfu sér ekkert endilega slæmar fréttir. Það er auðvitað ágætt að komist eitthvert jafnvægi á en hins vegar þarf þá að setja þetta í samhengi við aðra mælikvarða um hvernig ferðaþjónustunni er að vegna til að sjá hvaða sögu þessar tölur eru að segja okkur; um breytta ferðahegðun, samsetningu þjóðarinnar, hvert fólk er að fara og svo framvegis,“ segir Ólöf. Frá áramótum hafa um 973 þúsund komið til landsins eða 39% fleiri en á tímabilinu janúar til júní 2016. „Hlutfallsleg fjölgun á milli ára hefur auðvitað verið mjög mikil. Þær tölur sem við höfum séð hafa verið um og yfir kannski 50% oftast nær á undanförnum misserum. Það er ekki svo að segja að 17-19% fjölgun ferðamanna er mjög mikil fjölgun en hins vegar þá er þetta kannski til marks um að það sé að draga úr þessari ofboðslegu ásókn í Íslandsferðir,“ segir Ólöf. Þá var ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016.Hann mælist nú 82,7 stig af 100 mögulegum en var 86,4 stig fyrir ári síðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira