Brauðmeti sem notað er í kaþólskum messum má ekki vera glútenlaust. Það má hins vegar vera búið til úr erfðabreyttu hráefni en Vatíkanið komst að þessari niðurstöðu í dag. BBC greinir frá.
Í bréfi, sem kardinálinn Robert Sarah skrifaði biskupum kirkjunnar, segir að brauðið megi einnig innihalda lítið magn glútens. Hann sagði þó að í hveitinu, sem notað er í brauðið, þyrfti að vera nægilegt magn af prótíni til að baksturinn geti verið bætiefnalaus.
Nýju reglurnar eru tilkomnar vegna þess að oblátur og annað brauðmeti sem notað er í messum er nú selt í auknum mæli á netinu og í stórmörkuðum.
Þeir sem aðhyllast kaþólska trú segja brauð og vín, sem boðið er upp á í kaþólskum messum, tákna líkama og blóð Jesú Krists. Þá segir í bréfi kardinálans að messuvínið megi heldur ekki innihalda aukaefni.
Úrskurðurinn var gefinn út að beiðni Frans páfa.
Erlent