Bottas: Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 9. júlí 2017 20:30 Valtteri Bottas var afar kátur eftir að hafa unnið aðra keppnina á tímabilinu. Vísir/Getty Valtteri Bottas vann sinn annan kappakstur á felrinum í dag í Austurríki. Hann er farinn að nálgast toppbaráttuna í heimsmeistarakeppni ökumanna og nokkrir svona dagar í viðbót koma honum inn í miðja baráttu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Mér fannst ég vera að endurupplifa rússneska kappaksturinn þar sem hann [Sebastian Vettel] var að elta mig uppi aftur. Þetta var besta ræsing lífs míns. Við erum ekki einu sinni hálfnuð með tímabilið en það gengur vel. Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. Bottas er núna 35 stigum á eftir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einungis 15 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. „Mér var sagt að Bottas væri í vandræðum. Bíllinn lifnaði við á ofur-mjúku dekkjunum. Ég var aðeins að tapa tíma á því að hringa hægfara bíla en þetta gekk vel í dag og bíllinn góður. Sérstaklega á ofur-mjúku dekkjunum,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.Daniel Ricciardo fagnaði eins og hann hefði unnið. Greinilega mikilvægt fyrir hann að ná verlaunasæti á heimavelli liðsins.Vísir/getty„Þetta var skemmtileg keppni. Ég náði að verjast gegn Hamilton. Það er sérstaklega sætt að ná á pall hér í Austurríki því ég missti af því í fyrra. Það er líka gaman að ná fimm í röð,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. „Ég veit ekki hvort ég hefði náð Daniel [Ricciardo] ef ég hefði haft nokkra hringi í viðbót. Ég gaf allt sem ég gat í keppnina. Ég hlakka til að koma heim á Silverstone brautina og hitta heimafólk. Vonandi get ég átt vandræðalausa helgi þar,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði á Mercedes bílnum. „Þetta var sterkur kappakstur frá minni hálfu. Þetta var ekki fullkomin helgi en ég er nokkuð sáttur. Það er erfitt að vera að hleypa bílum fram hjá þegar maður er sjálfur að berjast um stigasæti,“ sagði Esteban Ocon sem varð áttundi í dag á Force India bílnum. „Þetta var góðu niðurstaða fyrir liðið við erum sátt við það að koma báðum bílum í stigasæti,“ sagði Sergio Perez sem varð sjöundi á Force India bílnum. „Þetta var góð keppni. Ég gat ekið bílnum almennilega, við áttum skemmtilega baráttu við Perez sem mér tókst að vinna. Ég vissi ekki að Kevin [Magnussen] hafi hætt keppni. Ég veit eki hvað gerðist hjá honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti í dag á Haas bílnum. „Það skiptir miklu að sækja þetta stig. Við erum ánægð með bílinn. Helsta muninn má finna í ræsingunni. Við voru fljótir af stað og það var staðurinn þar sem við náðum upp mestum fjölda sæta,“ sagði Lance Stroll sem ræsti 18. en endaði 10. á Williams bílnum. Stroll hefur nú náð í stig í þremur keppnum í röð, hann er allur að koma til fyrir Williams liðið og farinn að skila sínu. „Ég átti frábæra ræsingu og slapp við óreiðuna í upphafi og það hjálpaði auðvitað. Bíllinn var góður í dag,“ sagði Felipe Massa sem ræsti 17. en endaði níundi á Williams bílnum. Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27 Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Valtteri Bottas vann sinn annan kappakstur á felrinum í dag í Austurríki. Hann er farinn að nálgast toppbaráttuna í heimsmeistarakeppni ökumanna og nokkrir svona dagar í viðbót koma honum inn í miðja baráttu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Mér fannst ég vera að endurupplifa rússneska kappaksturinn þar sem hann [Sebastian Vettel] var að elta mig uppi aftur. Þetta var besta ræsing lífs míns. Við erum ekki einu sinni hálfnuð með tímabilið en það gengur vel. Ég vil auðvitað blanda mér í titilbaráttuna,“ sagði Bottas á verðlaunapallinum. Bottas er núna 35 stigum á eftir Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann er einungis 15 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. „Mér var sagt að Bottas væri í vandræðum. Bíllinn lifnaði við á ofur-mjúku dekkjunum. Ég var aðeins að tapa tíma á því að hringa hægfara bíla en þetta gekk vel í dag og bíllinn góður. Sérstaklega á ofur-mjúku dekkjunum,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum.Daniel Ricciardo fagnaði eins og hann hefði unnið. Greinilega mikilvægt fyrir hann að ná verlaunasæti á heimavelli liðsins.Vísir/getty„Þetta var skemmtileg keppni. Ég náði að verjast gegn Hamilton. Það er sérstaklega sætt að ná á pall hér í Austurríki því ég missti af því í fyrra. Það er líka gaman að ná fimm í röð,“ sagði Daniel Ricciardo á verðlaunapallinum. „Ég veit ekki hvort ég hefði náð Daniel [Ricciardo] ef ég hefði haft nokkra hringi í viðbót. Ég gaf allt sem ég gat í keppnina. Ég hlakka til að koma heim á Silverstone brautina og hitta heimafólk. Vonandi get ég átt vandræðalausa helgi þar,“ sagði Lewis Hamilton sem varð fjórði á Mercedes bílnum. „Þetta var sterkur kappakstur frá minni hálfu. Þetta var ekki fullkomin helgi en ég er nokkuð sáttur. Það er erfitt að vera að hleypa bílum fram hjá þegar maður er sjálfur að berjast um stigasæti,“ sagði Esteban Ocon sem varð áttundi í dag á Force India bílnum. „Þetta var góðu niðurstaða fyrir liðið við erum sátt við það að koma báðum bílum í stigasæti,“ sagði Sergio Perez sem varð sjöundi á Force India bílnum. „Þetta var góð keppni. Ég gat ekið bílnum almennilega, við áttum skemmtilega baráttu við Perez sem mér tókst að vinna. Ég vissi ekki að Kevin [Magnussen] hafi hætt keppni. Ég veit eki hvað gerðist hjá honum,“ sagði Romain Grosjean sem varð sjötti í dag á Haas bílnum. „Það skiptir miklu að sækja þetta stig. Við erum ánægð með bílinn. Helsta muninn má finna í ræsingunni. Við voru fljótir af stað og það var staðurinn þar sem við náðum upp mestum fjölda sæta,“ sagði Lance Stroll sem ræsti 18. en endaði 10. á Williams bílnum. Stroll hefur nú náð í stig í þremur keppnum í röð, hann er allur að koma til fyrir Williams liðið og farinn að skila sínu. „Ég átti frábæra ræsingu og slapp við óreiðuna í upphafi og það hjálpaði auðvitað. Bíllinn var góður í dag,“ sagði Felipe Massa sem ræsti 17. en endaði níundi á Williams bílnum.
Formúla Tengdar fréttir Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00 Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27 Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bottas: Markmiðið er að vinna á morgun Valtteri Bottas náði í sinn annan ráspól á ferlinum í Austurríki í dag. Finninn sýndi mátt sinn og meginn, hver sagði hvað eftir tímatökuna? 8. júlí 2017 15:00
Valtteri Bottas vann í Austurríki Valtteri Bottas á Mercedes vann austurríska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar eftir harða baráttu við Bottas. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 9. júlí 2017 13:27
Alvöru endasprettur í Austurríki | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir alla helstu atburðina í austurríska kappakstrinum sem fram fór í dag. 9. júlí 2017 15:45