Innlent

Skólpdælustöðin biluð í um mánuð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Skólphreinsistöðin við Faxaskjól.
Skólphreinsistöðin við Faxaskjól. Reykjavik.is
Skólpdælustöðin í Faxaskjóli í Reykjavík hefur verið biluð í um mánuð en ekki einungis tíu daga eins og áður hefur komið fram að því er RÚV greinir frá. Stjórn Orkuveitunnar fékk minnisblað um bilunina þann 15. júní og var hún rædd á stjórnarfundi þann 19. júní.

Í umræddu minnisblaði kemur fram að stefnt sé að lokum viðgerðar þann 16. júní og segir þar að mikill leki sé út frá neyðarlúgu. Bilunin er þó alvarlegri en talið var þá og hefur enn ekki verið gert við umrædda neyðarlúgu. Komið hefur fram að viðgerðin sé tímafrek.

Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sagði Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirlitnu að heilbrigðiseftirlitið hefði ekki tilkynnt opinberlega um skólplosunina þegar bilunin kom upp, því talið var að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni.

Mælingar Heilbrigðiseftirlitsins á fimmtudag leiddu í ljos að saurgerlamagn var undir viðmiðunarmörkum vestan megin við dælustöðina en austan megin var magn saurgerla yfir viðmiðunarmörkum.


Tengdar fréttir

Upplýsti ekki um saurmengun því hún var talin skaðlaus

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti ekki opinberlega um skólplosun við Faxaskjól í Reykjavík að eigin frumkvæði, eins og lög kveða á um, því eftirlitið mat það svo að almenningi stafaði ekki hætta af skólplosuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×