Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Sjúkraþyrslur kynntar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45