Sjúkraþyrla á Suðurlandi raunhæf á næsta ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. júní 2017 18:45 Sjúkraþyrslur kynntar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu á Íslandi gæti verið raunhæfur strax á næsta ári gangi áætlanir fagráðs sjúkraflutninga eftir. Þyrlan yrði staðsett á Suðurlandi og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um þrjú hundruð milljónir króna. Haustið 1997 var þyrlupallur tekinn í notkun við sjúkrahúsið á Selfossi. Þyrla Landhelgisgæslunnar notaði þennan þyrlupall til sjúkraflutninga en undanfarin ár hefur hann ekkert verið notaður. Nú er hins vegar spurning um hvort dusta þurfi af honum rykið. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga héldu kynningarfund í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, fyrir viðbragðsaðila og sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi um þær hugmyndir Fagráðs sjúkraflutninga að sjúkraþyrlur verði teknar í notkun hér á landi. „Við teljum að það sé raunhæft að fara af stað með þetta tilraunaverkefni á næsta ári,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Áætlaður rekstrarkostnaður við hverja þyrlu er um 650 milljónir króna á ári en unnið er að því að taka eina þyrlu á leigu á næsta ári og kanna hvort það sé grundvöllur fyrir rekstri slíkra björgunartækja. Horft er til tímabilsins maí til september og er áætlaður kostnaður við tilraunaverkefnið um 300 milljónir króna. Þyrlurnar sem um ræðir eru minni en björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar en hentugri til sjúkraflutninga. „Munurinn á þessum þyrlum er í sjálf sér ekki mikill nema hvað að lyftigeta og björgunargeta stóru þyrlunnar er mikil en hins vegar eru þessar litlu þyrlur bara mjög hentugar í bílslys og inn á hálendið og í ýmis verkefni þó þær séu kannski ekki alveg eins veðurþolnar og þessar stóru,“ segir Styrmir. Verði verkefnið á næsta ári að veruleika og verði niðurstaða þess jákvæð er mælst til þess í skýrslunni að sjúkraþyrlur verði í meira mæli notaðar til sjúkraflutninga samhliða sjúkrabílum, sjúkraflugvélum og þyrlum Landhelgisgæslunnar. Styrmir segir nægan mannskap til, til þess að sinna þessari þjónustu. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga segir verkefnið tilraunarinnar virði. „Við höfum til þessa haft gríðarlegar áhyggjur af sjúkraflutningum á Suðurlandi almennt þannig að þetta er svolítið athyglisverður vinkill inn í þá umræðu. Við fyrstu sín þá finnst mér þetta algjörlega tilraunarinnar virði," segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auðunn Kristinsson verkefnastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni fagnaði umræðunni í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni en taldi skynsamlegra að efla þyrlusveit gæslunnar. „Ég held að fólk eigi það bara inni hjá okkur að við skoðum það að bæta gæði þjónustunnar við landsbyggðina og komum með sérhæfða þekkingu og inngrip fyrir fólk sem er að slasast eða veikjast utan alfaraleiðar,“ segir Styrmir.Væri ekki gott að vinna þetta með Landhelgisgæslunni?„Algjörlega til í samstarf hvar og hvenær sem er,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46 Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. 26. júní 2017 11:46
Gæslan segir ekki raunhæft að kaupa sjúkraþyrlur Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að taka í notkun sérstakar sjúkraþyrlur hér á landi. Sjúkraflutningamenn segja að slíkar vélar geti bjargað mannslífum en Landhelgisgæslan telur hins vegar skynsamlegra að efla núverandi þyrlusveit. 27. júní 2017 18:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?