Gott hljóð í fólkinu á bakvið Secret Solstice Benedikt Bóas skrifar 20. júní 2017 07:00 Rapparinn Aron Can skemmti sér vel á hátíðinni. vísir/andri marinó „Það má alltaf gera betur. Við erum fjögurra ára hátíð og við lifum og lærum,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice en síðasti tónninn var sleginn á sunnudagskvöld. Hátíðin þóttist takast afburðavel og var Sveinn aðeins búinn að heyra um fáar kvartanir. „Hátíðin gekk vel. Skipulagið á öllum stöðum var til fyrirmyndar, bæði hjá okkur svo ég segi sjálfur frá og samskipti við lögreglu, nágranna og fjölmiðla voru frábær.“ Nokkrar kvartanir hafa borist undan umgengni um dalinn. Sveinn segir að hátíðin hafi verið haldin á stærra svæði í ár en undanfarin ár, en að hátíðin ætli sér að skila Laugardalnum eins og þau komu að honum, innan þriggja daga. Hann segir himinn og haf milli fyrstu Secret Solstice og þeirrar sem var nú – í fjórða sinn sem slegið er til veislu í Laugardalnum. Um 20 þúsund manns skemmtu sér undir tónum Foo Fighters, The Prodigy, Chaka Khan og íslenskra tónlistarmanna. Þótt veðrið hafi oft verið betra þá blésu jákvæðir vindar um Laugardalinn og segir Sveinn að undirbúningur fyrir hátíðina á næsta ári sé þegar hafinn. „Miðasala gekk vel og við erum að fara í gegnum þau mál og gera upp hátíðina næstu vikur. Hátíðin verður aftur, við stefnum að því. Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda stóra og flotta hátíð á næsta ári.“ Erlendur gestafjöldi var svipaður í ár og á síðasta ári. Hann horfir þó bjartsýnum augum á næsta ár. „Við höfum verið að sækja í Breta og Bandaríkjamenn. Flugsamgöngur eru auðveldar til landsins og svo er WOW air að fara að fljúga til Asíu og Ísrael. Við erum mjög sátt hvernig þetta gekk og langar að bæta í hátíðina. Á meðan samstarfið er svona gott. En lögreglan ræður hvort við getum bætt í og við fylgjum hennar fyrirmælum en okkur langar það sannarlega,“ segir Sveinn og bætir við að stóri munurinn núna, þegar hátíðin er búin að festa sig í sessi, er að nú hafa umboðsskrifstofur samband við skipuleggjendur en ekki öfugt. „Við erum búin að vekja athygli um allan heim fyrir þessa hátíð. Núna eru umboðsskrifstofur að sækja í okkur frekar en að við séum að sækja í þær. Það er frábært að svona ungri hátíð sé að takast að fá fólk til að koma til okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Sjáðu myndirnar frá lokakvöldi Secret Solstice: Hip-hop veisla í Laugardalnum Tónlistahátíðin Secret Solstice fór fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin fer fram og hefur tekist vel til öll árin. 19. júní 2017 13:45 Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Gestir tónlistarhátíðarinnar létu veðrið ekki á sig fá og skemmtu sér vel um helgina. 19. júní 2017 11:15 Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni "það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. 18. júní 2017 14:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
„Það má alltaf gera betur. Við erum fjögurra ára hátíð og við lifum og lærum,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice en síðasti tónninn var sleginn á sunnudagskvöld. Hátíðin þóttist takast afburðavel og var Sveinn aðeins búinn að heyra um fáar kvartanir. „Hátíðin gekk vel. Skipulagið á öllum stöðum var til fyrirmyndar, bæði hjá okkur svo ég segi sjálfur frá og samskipti við lögreglu, nágranna og fjölmiðla voru frábær.“ Nokkrar kvartanir hafa borist undan umgengni um dalinn. Sveinn segir að hátíðin hafi verið haldin á stærra svæði í ár en undanfarin ár, en að hátíðin ætli sér að skila Laugardalnum eins og þau komu að honum, innan þriggja daga. Hann segir himinn og haf milli fyrstu Secret Solstice og þeirrar sem var nú – í fjórða sinn sem slegið er til veislu í Laugardalnum. Um 20 þúsund manns skemmtu sér undir tónum Foo Fighters, The Prodigy, Chaka Khan og íslenskra tónlistarmanna. Þótt veðrið hafi oft verið betra þá blésu jákvæðir vindar um Laugardalinn og segir Sveinn að undirbúningur fyrir hátíðina á næsta ári sé þegar hafinn. „Miðasala gekk vel og við erum að fara í gegnum þau mál og gera upp hátíðina næstu vikur. Hátíðin verður aftur, við stefnum að því. Það er ekkert því til fyrirstöðu að halda stóra og flotta hátíð á næsta ári.“ Erlendur gestafjöldi var svipaður í ár og á síðasta ári. Hann horfir þó bjartsýnum augum á næsta ár. „Við höfum verið að sækja í Breta og Bandaríkjamenn. Flugsamgöngur eru auðveldar til landsins og svo er WOW air að fara að fljúga til Asíu og Ísrael. Við erum mjög sátt hvernig þetta gekk og langar að bæta í hátíðina. Á meðan samstarfið er svona gott. En lögreglan ræður hvort við getum bætt í og við fylgjum hennar fyrirmælum en okkur langar það sannarlega,“ segir Sveinn og bætir við að stóri munurinn núna, þegar hátíðin er búin að festa sig í sessi, er að nú hafa umboðsskrifstofur samband við skipuleggjendur en ekki öfugt. „Við erum búin að vekja athygli um allan heim fyrir þessa hátíð. Núna eru umboðsskrifstofur að sækja í okkur frekar en að við séum að sækja í þær. Það er frábært að svona ungri hátíð sé að takast að fá fólk til að koma til okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Tengdar fréttir Sjáðu myndirnar frá lokakvöldi Secret Solstice: Hip-hop veisla í Laugardalnum Tónlistahátíðin Secret Solstice fór fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin fer fram og hefur tekist vel til öll árin. 19. júní 2017 13:45 Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Gestir tónlistarhátíðarinnar létu veðrið ekki á sig fá og skemmtu sér vel um helgina. 19. júní 2017 11:15 Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni "það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. 18. júní 2017 14:45 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vill skipun rannsóknarnefndar Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Sjá meira
Sjáðu myndirnar frá lokakvöldi Secret Solstice: Hip-hop veisla í Laugardalnum Tónlistahátíðin Secret Solstice fór fram um helgina í Laugardalnum. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin fer fram og hefur tekist vel til öll árin. 19. júní 2017 13:45
Tískan á Secret Solstice: Brosið er besti fylgihluturinn Gestir tónlistarhátíðarinnar létu veðrið ekki á sig fá og skemmtu sér vel um helgina. 19. júní 2017 11:15
Íbúar í Laugardalnum ósáttir við gæslumál Secret Solstice Árni Björn Hilmarsson, íbúi við Kirkjuteig, varð í gærkvöldi vitni að því að tveir hátíðargestir Secret Solstice reyndu að ræna fána úr Laugarnesskóla. Hann hafi gengið beint að þeim og sagt þeim að láta af hegðun sinni. Þá hafi annar þeirra sagt í kaldhæðni "það er nú meira hvað það er góð hverfisgæsla hér.“ Aðstandandi Secret Solstice tekur ábendingunum fagnandi og segist ætla að bæta í hverfisgæsluna. 18. júní 2017 14:45