Krúttleg refafjölskylda bræðir hjörtu landsmanna Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:02 „Ég náði þeim bara þegar þeir voru að stinga nefinu út í fyrsta sinn úr greninu sínu,“ segir Þórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal um litla refafjölskyldu í Vík sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þórir náði fjölskyldustundinni á myndband en þar má sjá tófu ásamt sjö yrðlingum sem eru í óða önn að læra á heiminn. „Það er refur í þessu greni á hverju einasta ári, búinn að vera mörg ár þannig að ég veit vel um þetta. Það er gott að komast að þessu og þetta er þriðja vorið sem ég er að mynda þarna,“ segir Þórir. Hann segir að hann sé oft með myndavélina á lofti og njóti þess að taka myndir af íslenskri náttúru og dýralífi. Hann nefnir að ekki sé um að ræða sömu tófuna og í fyrra. Hinar hafi lent í klónum á refaskyttum. Þórir nefnir að hann hafi þurft að hafa hraðar hendur við að ná myndefninu áður en refaskyttur kæmust á snoðir um refina. Þórir nefnir að það hafi aldrei verið jafn margir yrðlingar í greninu og nú. „Það segir manni það að frjósemi hjá refnum er alltaf að aukast. Hérna í gamla daga voru yfirleitt ekki meira en þrír yrðlingar á greni,“segir Þórir og nefnir refir hafi hins vegar verið að aukast í Mýrdalnum. Hann minnist þess þegar hann var yngi og átti heima á bóndabæ. Þá hafi fundist tófugreni í námunda við bæinn. „Þá hafði ekki sést tófa hérna í Mýrdalnum svo elstu menn mundu en síðan fór þetta að vaxa smátt og smátt,“ segir Þórir. Þórir nefnir að refurinn lifi mikið á fuglum og þá sérstaklega fílnum, sem heldur til í hömrum við sjó. Hins vegar hefur refurinn nánast gert út af við Skúminn á Mýrdalssandinum. Dýr Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
„Ég náði þeim bara þegar þeir voru að stinga nefinu út í fyrsta sinn úr greninu sínu,“ segir Þórir Kjartansson, íbúi í Vík í Mýrdal um litla refafjölskyldu í Vík sem hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þórir náði fjölskyldustundinni á myndband en þar má sjá tófu ásamt sjö yrðlingum sem eru í óða önn að læra á heiminn. „Það er refur í þessu greni á hverju einasta ári, búinn að vera mörg ár þannig að ég veit vel um þetta. Það er gott að komast að þessu og þetta er þriðja vorið sem ég er að mynda þarna,“ segir Þórir. Hann segir að hann sé oft með myndavélina á lofti og njóti þess að taka myndir af íslenskri náttúru og dýralífi. Hann nefnir að ekki sé um að ræða sömu tófuna og í fyrra. Hinar hafi lent í klónum á refaskyttum. Þórir nefnir að hann hafi þurft að hafa hraðar hendur við að ná myndefninu áður en refaskyttur kæmust á snoðir um refina. Þórir nefnir að það hafi aldrei verið jafn margir yrðlingar í greninu og nú. „Það segir manni það að frjósemi hjá refnum er alltaf að aukast. Hérna í gamla daga voru yfirleitt ekki meira en þrír yrðlingar á greni,“segir Þórir og nefnir refir hafi hins vegar verið að aukast í Mýrdalnum. Hann minnist þess þegar hann var yngi og átti heima á bóndabæ. Þá hafi fundist tófugreni í námunda við bæinn. „Þá hafði ekki sést tófa hérna í Mýrdalnum svo elstu menn mundu en síðan fór þetta að vaxa smátt og smátt,“ segir Þórir. Þórir nefnir að refurinn lifi mikið á fuglum og þá sérstaklega fílnum, sem heldur til í hömrum við sjó. Hins vegar hefur refurinn nánast gert út af við Skúminn á Mýrdalssandinum.
Dýr Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira