Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 15:15 Otto Warmbier var í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. vísir/epa Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC. Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Otto Warmbier var aðeins 22 ára þegar hann lést nú í gær en í síðustu viku sneri hann heim til Ohio í Bandaríkjunum eftir að hafa verið í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu í sautján mánuði. Warmbier var ekki sami maðurinn og fjölskylda hans hafði þekkt þar sem hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða og var búinn að vera í dái síðan í mars á síðasta ári. Þannig gat hann ekki talað, ekki hreyft sig og ekki tjáð sig. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu Warmbier hafa orðið fyrir bótúlíneitrun en læknarnir hans í Bandaríkjunum fundu engin ummerki um slíka eitrun. Þeir töldu dá hans tilkomið vegna viðvarandi súrefnisskorts og skorti á blóðflæði til heilans. En hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn?Afburðanámsmaður og „frábær gaur“ Otto Warmbier fæddist í Cincinatti í Ohio en foreldrar hans heita Cindy og Fred. Hann var afburðanámsmaður og útskrifaðist frá gagnfræðiskólanum í Wyoming árið 2013. Hann fékk styrk til að hefja nám í Virginíu-háskóla og lagði þar stund á viðskipti og hagfræði. Þá var hann meðlimur í Theta Chi-bræðralaginu. Warmbier átti að útskrifast núna í maí en af því varð ekki þar sem hann var enn í Norður-Kóreu en þangað hafði hann farið í frí með hópi ungs fólks í lok desember 2015. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hann fór með sérhæfir sig í ferðum á framandi slóðir sem fólk myndi vanalega ekki fara til á eigin vegum. „Hann var alveg frábær gaur,“ sagði Danny Grotton, herbergisfélagi hans í Norður-Kóreu, í samtali við Washington Post og bætti við: „Ég kynntist Otto mjög vel og hann var mjög þroskaður miðað við aldur.“Handtekinn fyrirr að stela pólitísku veggspjaldi Ferðin til Norður-Kóreu átti að vara í fimm daga og í kjölfarið ætlaði Warmbier til Beijing í Kína. Hann komst hins vegar aldrei þangað þar sem hann var handtekinn á flugvellinum í Pyongyang þann 2. janúar 2016. Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu að hann hefði verið handtekinn vegna þess að hann hefði farið á svæði á hótelinu sem hann dvaldi á sem var lokað ferðamönnum og stolið þaðan pólitísku veggspjaldi. Warmbier kom svo næst fyrir sjónir heimsins í myndbandi sem norður-kóresk yfirvöld birtu í febrúar 2016. Í myndbandinu játaði Warmbier glæpinn, grátbað um fyrirgefningu og að hann yrði látinn laus úr haldi en ekki er vitað hvort þessi játning hans hafi verið þvinguð fram eða ekki.Dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu Í mars 2016 var Warmbier dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir glæpinn sem hann átti að hafa framið. Hann var alls í sautján mánuði í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu en í byrjun júní tilkynnti Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier yrði látinn laus eftir samningaviðræður ríkjanna þar um. Það var svo þann 13. júní síðastliðinn sem Warmbier var látinn laus úr haldi og flogið með sjúkraflugi heim til Bandaríkjanna. Hann lést svo tæpri viku síðar en líklega mun aldrei fást skýrt svar við því hvers vegna ástand hans varð svo bágborið á meðan hann var í haldi norður-kóreskra yfirvalda. „Því miður þá leiddi hin hræðilega meðferð sem sonur okkar hlaut í Norður-Kóreu til þess að endalokin gátu ekki orðið önnur en þau urðu í dag,“ sagði fjölskylda Warmbier í yfirlýsingu í gær.Byggt á umfjöllun CNN og BBC.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44
Warmbier varð fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna Læknar Otto Warmbier sem Norður-Kóreumenn slepptu nýlega í dái segja að hann hafi hlotið alvarlegan heilaskaða. 15. júní 2017 21:41
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“