Ísgöngin í Langjökli metin á milljarð króna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. júní 2017 08:00 Ísgöngin í Langjökli eru stærstu manngerðu ísgöng heims sem opin eru almenningi. Framtakssjóðurinn ITF fjármagnaði verkefnið að mestu og er langstærsti hluthafinn. vísir/stefán Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli, sem notið hafa mikilla vinsælda á meðal ferðamanna undanfarin tvö ár, eru metin á rúmlega einn milljarð króna í ársreikningi framtakssjóðsins Landsbréf Icelandic Tourism Fund (ITF) fyrir síðasta ár. Bókfært virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í þessi stærstu manngerðu ísgöng í heimi, hækkaði um 150 prósent á milli ára í bókum ITF. Sjóðurinn, sem er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða, átti í lok síðasta árs 88,35 prósenta hlut í félaginu. Virði eignarhlutar sjóðsins í félaginu IWE, sem stendur að hvalasýningunni Whales of Iceland á Granda, hækkaði einnig verulega í fyrra, en í lok ársins átti sjóðurinn félagið að öllu leyti. Var félagið metið á um 516 milljónir króna í lok síðasta árs samanborið við 117 milljónir í lok árs 2015. Þá kemur fram í ársreikningnum að bókfært virði eignarhlutar sjóðsins í hestagarðinum Fákaseli í Ölfusi hafi verið afskrifað. Eins og Markaðurinn hefur greint frá var hestagarðinum lokað í febrúar vegna mikils tapreksturs. Í lok árs 2015 var 49 prósenta hlutur sjóðsins í garðinum bókfærður á tæpar 183 milljónir króna, en í fyrra stækkaði hluturinn upp í rúm 90 prósent þegar lánum sjóðsins var breytt í hlutafé. Var bókfærða virðið síðan fært í núll í ársreikningnum, eins og áður sagði. Alls nam hagnaður sjóðsins 391 milljón króna í fyrra, á þriðja heila rekstrarári hans, en til samanburðar varð 53 milljóna tap á rekstrinum árið 2015. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur frá því að við fórum af stað fyrir fjórum árum,“ segir Helgi Júlíusson, framkvæmdastjóri sjóðsins, í samtali við Markaðinn. „Við höfum haft úr nægum verkefnum að moða. Það hafa komið fjölmörg tækifæri á okkar borð og við höfum, eins og eðlilegt er, valið þau verkefni sem okkur hefur litist best á og náð að byggja upp að okkar mati áhugavert og sterkt eignasafn.“ Sjóðurinn fjárfestir eingöngu í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og hefur alls tekið þátt í tíu verkefnum. Helgi segist finna fyrir miklum áhuga til fjárfestinga í greininni. Sjóðurinn er með nokkrar fjárfestingar til skoðunar og segir Helgi ekki ólíklegt að það muni fjölga eitthvað í eignasafninu á næstunni, þrátt fyrir að sjóðurinn sé kominn á seinni hluta fjárfestingartímabils síns.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30 Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Svona leit fyrsta brúðkaupið inni í Langjökli út - Myndir Brúðhjónin Anthony og Mari eru sögð hafa viljað óhefðbundið og ævintýralegt brúðkaup. 9. mars 2016 16:30
Yfir tuttugu þúsund manns hafa komið í ísgöngin í Langjökli Vel yfir tuttugu þúsund manns hafa komið inn í ísgöngin í Langjökli frá því þau voru opnuð almenningi 1. júní í sumar. 12. desember 2015 07:00