Þriðja liðið með fullt hús eftir fyrstu níu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2017 07:00 Anna Rakel Pétursdóttir og stöllur í Þór/KA eru á toppnum. vísir/ernir Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir fyrri umferðina. Norðanstúlkur hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni með markatölunni 22-3. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, hefur sex sinnum haldið marki sínu hreinu og aðeins fengið á sig eitt mark úr opnum leik. Toppliðið var ekki upp á sitt besta gegn FH í Kaplakrika í gær en náði samt að kreista fram sigur. Örlagavaldurinn var hin 15 ára Karen María Sigurgeirsdóttir en hún skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu, tveimur mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Þetta er í þriðja sinn síðan liðum í efstu kvenna var fjölgað í tíu árið 2008 sem lið er með fullt hús eftir fyrri umferðina. Valur afrekaði það 2008 og Stjarnan 2013. Bæði liðin unnu Íslandsmeistaratitilinn og það verður að teljast ansi líklegt að Þór/KA fylgi í fótspor þeirra og vinni annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þór/KA er með sex stiga forskot á Breiðablik sem rúllaði yfir Grindavík í gær, 0-5. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komst einnig á blað. Blikar hafa nú unnið tvo góða sigra í röð eftir tapið í Eyjum í 7. umferðinni. Grindavík hefur hins vegar tapað síðustu sex leikjum sínum og fengið á sig 26 mörk í þeim. Þrátt fyrir þetta martraðargengi eru Grindvíkingar ekki í fallsæti. Grindjánar eru í 8. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá fallsæti. Valur vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið tók KR í bakaríið, 0-5. Mexíkósku landsliðskonurnar Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í sumar en Valur (25). Harpa Þorsteinsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar á tímabilinu þegar Garðbæingar unnu 1-0 sigur á Fylki á heimavelli. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins. Fylkir vann í 1. umferðinni en hefur síðan bara náð í eitt stig af 24 mögulegum. Árbæingar eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Botnsætið virðist frátekið fyrir Hauka sem töpuðu 3-0 fyrir ÍBV í gær. Haukar hafa aðeins náð í eitt stig í sumar og það bendir allt til þess að liðið leiki í 1. deildinni á næsta tímabili. ÍBV hefur verið á frábærri siglingu að undanförnu og unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Eyjakonur hafa haldið hreinu í öllum fimm sigurleikjunum. Hin sjóðheita Cloé Lacasse kom ÍBV á bragðið en hún hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Eyjakvenna. Hin mörkin skoruðu Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir sem eru báðar fæddar árið 2002. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir fyrri umferðina. Norðanstúlkur hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni með markatölunni 22-3. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, hefur sex sinnum haldið marki sínu hreinu og aðeins fengið á sig eitt mark úr opnum leik. Toppliðið var ekki upp á sitt besta gegn FH í Kaplakrika í gær en náði samt að kreista fram sigur. Örlagavaldurinn var hin 15 ára Karen María Sigurgeirsdóttir en hún skoraði eina mark leiksins á 89. mínútu, tveimur mínútum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Þetta er í þriðja sinn síðan liðum í efstu kvenna var fjölgað í tíu árið 2008 sem lið er með fullt hús eftir fyrri umferðina. Valur afrekaði það 2008 og Stjarnan 2013. Bæði liðin unnu Íslandsmeistaratitilinn og það verður að teljast ansi líklegt að Þór/KA fylgi í fótspor þeirra og vinni annan Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þór/KA er með sex stiga forskot á Breiðablik sem rúllaði yfir Grindavík í gær, 0-5. Svava Rós Guðmundsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komst einnig á blað. Blikar hafa nú unnið tvo góða sigra í röð eftir tapið í Eyjum í 7. umferðinni. Grindavík hefur hins vegar tapað síðustu sex leikjum sínum og fengið á sig 26 mörk í þeim. Þrátt fyrir þetta martraðargengi eru Grindvíkingar ekki í fallsæti. Grindjánar eru í 8. sæti deildarinnar með sex stig, tveimur stigum frá fallsæti. Valur vann sinn fimmta leik í röð þegar liðið tók KR í bakaríið, 0-5. Mexíkósku landsliðskonurnar Anisa Raquel Guajardo og Ariana Calderon skoruðu fjögur af fimm mörkum Vals sem er í 5. sæti deildarinnar. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í Pepsi-deildinni í sumar en Valur (25). Harpa Þorsteinsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði Stjörnunnar á tímabilinu þegar Garðbæingar unnu 1-0 sigur á Fylki á heimavelli. Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark leiksins. Fylkir vann í 1. umferðinni en hefur síðan bara náð í eitt stig af 24 mögulegum. Árbæingar eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig. Botnsætið virðist frátekið fyrir Hauka sem töpuðu 3-0 fyrir ÍBV í gær. Haukar hafa aðeins náð í eitt stig í sumar og það bendir allt til þess að liðið leiki í 1. deildinni á næsta tímabili. ÍBV hefur verið á frábærri siglingu að undanförnu og unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Eyjakonur hafa haldið hreinu í öllum fimm sigurleikjunum. Hin sjóðheita Cloé Lacasse kom ÍBV á bragðið en hún hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur leikjum Eyjakvenna. Hin mörkin skoruðu Clara Sigurðardóttir og Linda Björk Brynjarsdóttir sem eru báðar fæddar árið 2002.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira