Segist ekki selja rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látna samloku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:52 Myndin af samlokunni sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar. mynd/þórður þ. sigurjónsson „Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira