Sérstakur og sjálfstæður lögmaður skipaður vegna brunans í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2017 20:03 Elísabet drottning og Karl krónprins. Vísir/afp Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Breska ríkisstjórnin ætlar að skipa sérstakan lögmann fyrir íbúa Grenfell-turnsins sem brann í Lundúnum í síðustu viku. Þá heitir stjórnin því að ná sem bestum samningi við Evrópusambandið og nýjum viðskiptasamningum við ríki um allan heim. Elísabet Bretlandsdrotting flutti stefnuræðu Theresu May forsætisráðherra í breska þinginu í dag og fylgdi Karl erfðaprins henni að þessu sinni því eiginmaðurinn Philip var lagður á spítala síðastliðna nótt vegna sýkingar. Ekki er þó talin ástæða til að hafa áhyggjur af Philip, sem er orðinn 96 ára. „Ríkisstjórn mín mun koma á nákvæmri opinberri rannsókn á hinum sorglega bruna í Grenfell-turninum til að komast að orsökum hans og tryggja að viðeigandi lærdómur sé dreginn. Til að styðja við fórnarlömb mun ríkisstjórn mín stíga skref til að koma á embætti sjálstæðs opinbers lögmanns, sem mun fara fyrir syrgjandi fjölskyldum eftir hamfarir og styðja þær við opinberar rannsóknir,“ las drottningin upp úr stefnuræðunni. Þá á að endurskoða hryðjuverkalög landsins eftir hryðjuverkin í Manchester og tryggja að lögregluyfirvöld hafi allar þær heimildir sem þau telja sig þurfa. Fátt nýtt kom hins vegar fram varðandi stefnuna í Evrópumálum annað en tryggja eigi góðan samning við Evrópusambandið. „Ríkisstjórn mín mun leitast við að viðhalda djúpu og sérstöku sambandi við bandamenn okkar í Evrópu og beita sér fyrir viðskiptatengslum um allan heim,“ sagði Elísabet II við þingsetningu í dag.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira