Hindra ekki fólk í að hægja sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðsvörður segir þó ekki skorta á salernisaðstöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. vísir/pjetur „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
„Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira