Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 19:03 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan. Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan.
Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00