Hafþór Júlíus kveðst ekki hafa beitt neinar konur ofbeldi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 19:03 Hafþór Júlíus segir að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Vísir/Valli Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan. Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson kveðst ekki hafa beitt barnsmóður sína né aðrar konur ofbeldi og biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Facebook-færslu Hafþórs Júlíusar þar sem hann bregst við viðtali við barnsmóður hans, Thelmu Björk Steimann, sem birtist í Fréttablaðinu og Vísi í morgun. Í viðtalinu segir Thelma Björk Hafþór hafa beitt sig ofbeldi á þeim tíma sem þau áttu í sambandi. Sagðist hún vilja segja sína sögu eftir að hafa fengið bréf frá barnaverndaryfirvöldum um að lögregla hafi verið kölluð að heimili Hafþórs vegna heimiliserja hans og þáverandi kærustu, en dóttir Hafþórs og Thelmu hafi á þessum tíma verið í heimsókn hjá föður sínum yfir hátíðarnar. Thelma Björk segist þá hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki sú eina sem Hafþór hafi beitt ofbeldi og því ákveðið að stíga fram. Hafþór Júlíus hafnar ásökunum Thelmu Bjarkar í Facebook-færslunni og segist búast við að kærumál á hendur honum muni upplýsast hjá lögreglu. „Ég held að ég bíði því með að tjá mig um það frekar í bili. Ég vil þó taka fram strax að ég hef aldrei beitt Andreu [fyrrverandi kærasta Hafþórs] ofbeldi, ekki fremur en aðrar konur. Ég ætla einnig að taka fram strax að engin áverkavottorð frá Andreu liggja fyrir og samkvæmt lögregluskýrslu voru engir áverkar sjáanlegir á henni.“Frásögn lituð af hatri í hans garð Hann segir enn fremur að viðtalið sem birtist í Fréttablaðinu sé „þyngra en tárum taki“ og að frásögn barnsmóður sinnar sé fyrst og fremst lituð af hatri í hans garð. Segir hann Thelmu Björk aldrei hafa komist yfir að hann hafi slitið sambandinu á sínum tíma. Hafþór Júlíus biður fólk um halda ró sinni og sýna stillingu. Hann segir að kærumálið sem nú sé til meðferðar hjá íslenskri lögreglu, og krafa Hafþórs um umgengni við dóttur sína, sem sé til meðferðar hjá yfirvöldum í Kaupmannahöfn þar sem Thelma Björk býr, muni leysast á næstu vikum. „Ég hef ekkert að fela hvorki gagnvart þessum tveimur konum né öðrum,“ segir Hafþór Júlíus.Lesa má Facebook-færslu hans í heild sinni að neðan.
Tengdar fréttir Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Sjá meira
Barnsmóðir Fjallsins stígur fram: Óttaðist um líf sitt við fyrstu árás Thelma Björk Steimann hönnuður er barnsmóðir og fyrrverandi kærasta Hafþórs Júlíusar Björnssonar aflraunamanns. Hún er ein þeirra kvenna sem lýsa ofbeldi af hendi Hafþórs. 24. júní 2017 07:00