Umferðarteppa til Eyja Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2017 11:42 Elliði segir algerlega óviðunandi að komast hvorki til og frá Eyjum á tímabili sem nemur heilli vinnuviku. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir að ekki sé hægt að komast með bíl til Eyja fyrr en síðdegis á föstudag. Ástæðan er sú að Herjólfur er fullbókaður allt til þess tíma. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarstjórans nú rétt í þessu en þar greinir hann frá því að hann hafi sent samgönguyfirvöldum og þingmönnum bréf þar sem hann krefst úrbóta; þess að ferðum Herjólfs sé fjölgað. „Ég verð að trúa því að þeir sem eru ábyrgir bregðist nú við,“ segir Elliði sem er ánægður með það hversu margir vilja heimsækja Vestmannaeyjar. En, það verði einfaldlega að bæta við ferðum, jafnvel næturferðum ef þeirra er þörf, þegar álagið er sem mest. Það hljóti að vera hægt að bregðast við því erindi án þess að til komi „hávaði“ úr Eyjum. Elliði hefur lengi barist fyrir bættum samgöngum til Eyja. Í erindi hans nú kemur fram að í Vestmannaeyjum búi 4300 manns og ýmislegt óvænt geti gerst sem kallar á að komast þurfi heiman og heim með litlum fyrirvara. Og óöryggið sem því fylgir að teppast heilu og hálfu dagana sé mikið. „Að komast ekkert í heila vinnuviku er algerlega óviðunandi,“ segir í bréfi Elliða sem meðal annars er sent til Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. „Í reynd vil ég trúa því að nú þegar sé búið að taka ákvörðun um að fjölga ferðum þannig að alla daga þessa viku sigli ferjan 7 til 8 ferðir á dag.“ Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir að ekki sé hægt að komast með bíl til Eyja fyrr en síðdegis á föstudag. Ástæðan er sú að Herjólfur er fullbókaður allt til þess tíma. Þetta kemur fram á Facebook-síðu bæjarstjórans nú rétt í þessu en þar greinir hann frá því að hann hafi sent samgönguyfirvöldum og þingmönnum bréf þar sem hann krefst úrbóta; þess að ferðum Herjólfs sé fjölgað. „Ég verð að trúa því að þeir sem eru ábyrgir bregðist nú við,“ segir Elliði sem er ánægður með það hversu margir vilja heimsækja Vestmannaeyjar. En, það verði einfaldlega að bæta við ferðum, jafnvel næturferðum ef þeirra er þörf, þegar álagið er sem mest. Það hljóti að vera hægt að bregðast við því erindi án þess að til komi „hávaði“ úr Eyjum. Elliði hefur lengi barist fyrir bættum samgöngum til Eyja. Í erindi hans nú kemur fram að í Vestmannaeyjum búi 4300 manns og ýmislegt óvænt geti gerst sem kallar á að komast þurfi heiman og heim með litlum fyrirvara. Og óöryggið sem því fylgir að teppast heilu og hálfu dagana sé mikið. „Að komast ekkert í heila vinnuviku er algerlega óviðunandi,“ segir í bréfi Elliða sem meðal annars er sent til Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. „Í reynd vil ég trúa því að nú þegar sé búið að taka ákvörðun um að fjölga ferðum þannig að alla daga þessa viku sigli ferjan 7 til 8 ferðir á dag.“
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira