Langfallegasti Gló-staðurinn er í Danmörku Guðný Hrönn skrifar 27. júní 2017 09:30 Solla hélt foropnun fyrir dönsku pressuna á dögunum og þá myndaðist mikil spenna. Mynd/Klix Kommunikation Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“ Matur Mest lesið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla á Gló, er komin í útrás og opnar Gló-stað í Magasin du Nord í Kaupmannahöfn á fimmtudaginn. Solla segir Dani taka virkilega vel í Gló-konseptið. „Við erum sem sagt að fara að opna Gló núna 29. júní í Danmörku. Við erum búin að hafa eina foropnun fyrir dönsku pressuna þar sem við buðum dönskum bloggurum og blaðamönnum. Og vá,“ segir Solla sem hún er himinlifandi með Danmerkurævintýrið sem Gló er að fara í. „Okkur var tekið svo vel og það eru allir svo ótrúlega hrifnir. Staðurinn er náttúrulega guðdómlega fallegur, þetta er langfallegasti Gló-staðurinn hingað til,“ segir Solla um staðinn sem verður opnaður í kjallaranum á Magasine du Nord í Kaupmannahöfn. „Við buðum svona 25 manns á þessa foropnun en það mættu 50. Konurnar sem sáu um viðburðinn fyrir okkur trúðu ekki sínum eigin augum. Við vorum að gera ráð fyrir svona tuttugu prósent afföllum, en nei, það fór sko ekki svo. Og við buðum upp á svona smakkseðil og það eru allir orðnir rosalega spenntir.“ Gló er greinilega að falla vel í kramið hjá Dönum. „Við vorum beðin um að koma með Gló til Danmerkur fyrir svona tveimur árum og við erum búin að vera að hugsa þetta síðan. Það þurfti að hafa svolítið fyrir því að fá okkur yfir,“ segir Solla og hlær. Og Gló-teymið sér ekki eftir að hafa tekið ákvörðun um að fara út.„Ég er rosalega sátt. En við þurftum þennan meðgöngutíma. Ég er þeirrar skoðunar að maður á ekki að ana út í neitt. Ég er náttúrulega orðin gömul og komin með reynslu og að mínu mati þarftu að finna það í öllum frumunum að þetta sé rétt ákvörðun.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Gló-staður er opnaður á erlendri grundu. Spurð út í hvort þessu nýja ævintýri fylgi eitthvert stress segir Solla: „Nei, nei, ekkert þannig séð. Þetta hefur gengið svo vel. En ég segi samt eins og Mick Jagger: „Daginn sem ég fæ ekki niðurgang áður en ég fer á svið, þá ætla ég að hætta.“ Við segjum þetta líka, því daginn sem okkur fer að finnast ekkert mál að gera svona hluti, það er dagurinn sem við ættum að fara að snúa okkur að einhverju öðru. Það er þessi spenna sem er svo góð og þessi mikla orka sem fylgir magakitlinu.“ Þess má geta að Solla bjó í Danmörku frá árinu 1978 til ársins 1984. „Já, og það sem er líka svo fallegt er að maðurinn minn hefur líka búið í Danmörku og svo búa meðeigendur okkar, Eygló og Biggi, í Danmörku. Þannig að við erum öll hérna núna að snakke dansk og sykkel,“ segir Solla og skellir upp úr. Aðspurð hvort hún sjálf sé á leiðinni að flytja út segir Solla: „Nei, en ég verð örugglega 50/50 á milli Íslands og Danmörku, að sinna Gló á báðum stöðum.“
Matur Mest lesið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Fleiri fréttir Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”