Lars ári eftir Englandsleikinn: Hefði sagt óraunhæft að komast í 8-liða úrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júní 2017 10:00 Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englandi í fyrra. Vísir/Getty 27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
27. júní 2016 er einn merkasti dagur í sögu íslenskra íþrótta en þann dag hafði Ísland betur gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1. Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands eftir að Wayne Rooney hafði komið Englendingum yfir með marki úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Kolbeinn skoraði sigurmark leiksins strax á 18. mínútu en íslenska liðið náði að halda sínu striki til loka. Fögnuðurinn eftir leik gleymist seint, bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum. Lars Lagerbäck var ásamt Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfari Íslands og hann var í viðtali á síðunni The Set Pieces í tilefni af því að ár er liðið frá leiknum, sem Englendingar upplifa sem eina mestu niðurlægingu í sinni knattspyrnusögu. „Það er takmarkað hvaða áhrif þjálfarinn getur haft á leikinn en í hálfleik sagði ég við leikmenn að við ættum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Lagerbäck í viðtalinu.Lars Lagerbäck.Vísir/GettyLagerbäck rifjaði upp annan mikilvægan leik, síðari umspilsleikinn gegn Króatíu fyrir HM 2014, þar sem Ísland tapaði 2-0. „Við vorum hlédrægir og gerðum mistök í þeim leik,“ sagði hann og sagði mikilvægt að íslensku leikmennirnir myndu halda ótrauðir áfram í leiknum gegn Englandi. Lagerbäck sagði enn fremur að þetta hefði ekki snúist um að stöðva einhvern ákveðinn leikmann í liði Englands og að styrkleiki Íslands væri skipulagið. „Fótbolti er liðsíþrótt og við höguðum okkur eins og lið. Þegar Ísland komst yfir byrjuðu Englendingar að örvænta. Þeir sköpuðu sér einhver færi en við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik.“ Hann talar hlýlega um tíma sinn sem landsliðsþjálfari Íslands í viðtalinu, sem og land og þjóð. Árangurinn sem Ísland náði undir hans stjórn var ótrúlegur og fór meira að segja fram úr hans eigin væntingum. „Ef þú hefðir spurt mig árið 2011 hvort við mynum komast í 8-liða úrslit á EM, þá hefði ég sagt að það væri óraunhæft.“Viðtalið allt má lesa hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira