Talið er að 79 manns hafi látið lífið í brunanum og á enn eftir að bera kennsl á meirihluta líkanna.
Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Isaac kemur fram að ástkær sonur þeirra hafi verið tekinn frá þeim þegar hann var einungis fimm ára gamall.
„Við munum öll sakna góðs, orkumikils og örláts litla sonar okkar. Hann var svo góður strákur sem var elskaður af vinum sínum og fjölskyldu. Við munum ætíð sakna hans, en við vitum að hann er nú í höndum guðs og í öruggum höndum í himnaríki.“
Lundúnalögreglan segir að fjölskylda Isaac syrgi nú son sinn og biðji um að einkalíf þeirra verði virt á þessum erfiðu tímum.
Rannsókn lögreglunnar í London hefur leitt í ljós að eldurinn í Grenfell-turni í síðustu viku hafi átt upptök sín í ísskáp. Þá stóðust klæðning og einangrun byggingarinnar ekki öryggiskröfur.
Child victim of #GrenfellTower identified as 5-year-old Isaac Paulous https://t.co/07bSWRIdWZ pic.twitter.com/UFethBwdmf
— Metropolitan Police (@metpoliceuk) June 27, 2017