Nýja byggðin á Hafnartorgi að taka á sig endanlega mynd Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 21:35 Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Uppbygging sjö nýrra húsa við Hafnartorg er vel á veg komin en jarðhæðir húsanna verða afhentar eftir um ár. Þá styttist í að umferð verði hleypt á hluta nýrrar Geirsgötu og loksins er byrjað að byggja í holunni framan við Hörpu. Nýr hluti miðborgarinnar norðan við Kvosina er smátt og smátt að taka á sig sína lokamynd þessa dagana. Lengst eru framkvæmdir á svo kölluðu Hafnartorgi komnar. En Þorvaldur Gissurarson forstjóri ÞG verktaka segir að þar rísi sjö hús en þau verða á allt frá fjórum hæðum upp í sex, með blandaðri byggð verslana, veitingastaða, skrifstofa og íbúða. Þegar framkvæmdum hér við Hafnartorg verður lokið verða til tvær nýjar göngugötur. Steinbryggja sem er hér fyrir aftan mig og síðan Reykjastræti sem liggur alla leið frá Hafnarstrætinu út að Hörpu. Þorvaldur, hvenær áætlið þið að ljúka þessu verki? „Við reiknum með að klára heildarverkefnið í lok næsta árs. Það verður reyndar tekið í notkun í þremur áföngum,“ segir Þorvaldur. Þannig verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar um mitt næsta ár. En Regin hefur þegar fest kaup á öllum jarðhæðunum og annarri hæðinni í einu húsanna. Þar verða verslanir og veitingastaðir og Hennes og Mauritz (HM) verður á tveimur hæðum við Lækjargötu. „Það eru sjötíu og sex íbúðir í fimm húsum. Síðan eins og við töluðum um áðan eru verslanir á jarðhæðum og við Lækjargötu og Geirsgötu 4; í stóru húsunum gegnt Arnarhóli, verður stórt og mikil skrifstofurými,“ segir Þorvaldur. Þá mun Geirsgatan taka miklum breytingum á næstunni. En um tólf hundruð bílastæði verða undir allri byggðinni og hægt að ganga í gegnum þau á milli Hafnartorgs og Hörpu. Já, nýja Geirsgatan verður með tveimur akreinum í báðar áttir ofan á bílakjallaranum. En það er ekki alveg búið að klára lagningu götunnar að Lækjargötu. Hvenær er það Þorvaldur sem umferðin verður komin af hjáleiðinni? „Það eru um það bil þrjár til fjórar vikur þar til umferð verður hleypt á nýu Geirsgötuna og hjáleiðin verður að stærstum hluta fjarlægð. En það er ekki bara við Hafnartorg sem verið er að byggja. Því nú er loks farið að grilla í grunninn að Marriott hóteli sem rísa á í holunni við Hörpu. En hótelið á að vera tilbúið fyrri hluta árs 2019. Að auki rísa tvær íbúðablokkir framan við hótelið og austan við það mun Landsbankinn síðan reisa nýjar höfuðstöðvar sínar.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira