Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínubreiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
„Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira