Tíu ráð í átt að sykurlitlum lífsstíl Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 19:15 Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur veit hvernig er hægt að losa sig við sykurpúkann. Vísir/VALli Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi. Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Margt fólk dreymir um að minnka sykurneyslu og koma mataræðinu í lag í leiðinni. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon lumar á góðum ráðum fyrir þá sem vilja segja skilið við sykurinn og deilir hér með lesendum tíu skotheldum ráðum í átt að sykurlitlum lífsstíl.Borðaðu alvöru mat og drekktu vatn Ekki drekka sykur í formi gosdrykkja eða ávaxtasafa, því þannig innbyrðum við of mikið magn sykurs á stuttum tíma. Við fæddumst með tennur til mauka næringarríka fæða en ekki bara drekka fæðuna. Alvöru matur er matur úr náttúrunni en ekki úr verksmiðjunni. Ef líkaminn fær alvöru næringu þá minnkar sætuþörfin.Ávextir geta slegið á nammiþörfina.NORDICPHOTOS/GETTYSkerðu niður ávexti og neyttu í stað sælgætis Ávextir eru nammi náttúrunnar en innihalda bara 10% sykur en ekki 100% eins og viðbættur sykur er. Auk þess eru ávextir stútfullir af vítamínum, steinefnum og trefjum.Lærðu að þekkja sykurinn og sykurmagnið á umbúðum matvæla Viðbættur sykur er oft falinn í matvörum sem við teljum hollar í grunninn eins og mjólkurvörur. Því er um að gera að öðlast þekkingu á því hvernig lesa megi út sykurmagnið úr innihaldslýsingu og næringargildi. Það eru okkar leiðarvísar að hollustu vörunnar.Hreyfðu þig daglega Sykurþörf er oft eirðarleysi og vöntun á hreyfingu. Líkami okkar var hannaður til að hreyfa sig og getur þessi hreyfiþörf hans komið fram í eirðarleysi og leiða sem við túlkum sem sætindaþörf.Hentu kexi, kökum og sætindum úr skápum heimilisins „Out of sight – out of mind,“ er stundum sagt. Ef sykurmiklu matvörurnar liggja ekki fyrir framan okkur þá borðum við þær ekki. Því er um að gera að tæma heimilið af sykurjukkinu sem freistar okkar, sérstaklega á kvöldin.Borðaðu reglulega yfir daginn Að minnsta kosti þrjár máltíðir á dag og helst 1-2 millibitar. Þetta heldur blóðsykri jöfnum, eykur orku, minnkar ofát og sykurneyslu.Það er ekki vænlegt til vinnings að fara svangur/svöng í matvörubúðina því þá eru meiri líkur á að fólk freistist í sykur.Borðaðu í meðvitund Ekki borða fyrir framan sjónvarp, tölvu, í bílnum eða annars staðar þar sem þú ert að gera allt annað en að einbeita þér að því að borða. Meðvitundarlaust át veldur því að maður borðar mjög mikið og oft mjög sykurmiklar matvörur.Næringarríkur morgunverður, alla daga, er lykillinn Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða morgunmat, borða síður óhollustu eins og sykurmiklar matvörur er líður á daginn og eru frekar í kjörþyngd.Ekki kaupa í matinn svöng/svangur, stressuð/aður eða í vondu skapi Freistingar í sætindi og óhollan mat verða meiri ef fólk fer illa fyrir kallað í búðina.Nærðu sálina og mundu eftir brosinu – það er sykur sálarinnar Mataræði okkar stjórnast mikið af stjórnstöðinni/hausnum. Ef við erum hamingjusöm, með sjálfstraustið í lagi og okkur líður vel eru minni líkur á því að við höfum þörf fyrir sykur og sætindi.
Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira