Árásarmennirnir þrír, sem urðu átta manns að bana á London Bridge í byrjun mánaðar, reyndu að leigja 7,5 tonna sendiferðabíl til að nota í árásinni. BBC greinir frá.
Mönnunum tókst ekki að framvísa fullnægjandi greiðsluupplýsingum og þeir sóttu aldrei bílinn. Þeir notuðust því við minni sendiferðabíl í árásinni í staðinn.
Vika er nú síðan Khuram Shazad Butt, Rachid Redouane og Youssef Zaghba keyrðu niður gangandi vegfarendur á London Bridge. Að því búnu stigu þeir út úr bílnum og hófu að stinga fólk við Borough Market. Átta létust og töluverður fjöldi særðist í árásinni.
Lögregla í London biðlar nú til fleiri vitna að árásinni að stíga fram. Þá leitast yfirvöld einnig eftir því að fyrirtæki sem leigja út sendiferðabíla geri grein fyrir allri grunsamlegri starfsemi.
Árásarmennirnir í London reyndu að leigja 7,5 tonna sendiferðabíl

Tengdar fréttir

Árásin í London: Þriðji árásarmaðurinn nafngreindur
Hinn marokkósk-ítalski Youssef Zaghba var þriðji árásarmaðurinn í London á laugardagskvöldið.

Árásarmennirnir í London nafngreindir
Lögregluyfirvöld í London hafa gefið út nöfn tveggja af þremur árásarmönnum sem skotnir voru til bana í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar á London Bridge á laugardagskvöld.

Myndband sýnir skjót viðbrögð lögreglu við hryðjuverkaárásinni í London
Myndband sem sýnir bresku lögregluna binda enda á hryðjuverkaárásina í London í síðustu viku hefur komið upp á yfirborðið. Þar má sjá skjót viðbrögð lögreglumannana sem mæta á Borough Market aðeins átta mínútum eftir að árásin var tilkynnt.