Munu styðja minnihlutastjórn May Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:31 Staða May og Íhaldsflokksins er talin veikari nú en fyrir kosningar. Vísir/EPA Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32
Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54