Mikilvægt að láta reyna aftur á sykurskattinn Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Guðrún Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur, skrifaði meistararitgerðina. Vísir/Eyþór „Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
„Mér finnst ekki spurning að eigi að prófa sykurskattinn aftur á Íslandi. Það er líka mjög mikilvægt að það sé gert í ljósi þeirra staðreynda sem blasa við um tengda sjúkdóma og annað,“ segir Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún skrifaði meistararitgerð í lýðheilsufræðum við læknadeild Háskóla Íslands sem ber titilinn Skattlagning og niðurgreiðsla matvæla – Áhrif á neysluhegðun. Um er að ræða kerfisbundið yfirlit (e. systematic review) á öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar um skattlagningu og niðurgreiðslu matvæla. Yfirlitið bendir til þess að breytingar á matvælaverði hafi álíka áhrif á hlutfallslega neyslu þeirra matvæla hvort sem skattlagningu og/eða niðurgreiðslu er beitt. Hins vegar þurfa verðbreytingar að nema að lágmarki fimmtán til tuttugu prósentum svo það skili sér í breyttri neysluhegðun. Þá benda niðurstöður einnig til þess að því meiri sem verðbreytingin er því líklegra er að það hafi áhrif á neysluhegðun. Niðurgreiðsla hollra matvæla hefur jákvæð áhrif á kauphegðun. Guðrún segir ástæðu þess að hún hafi rannsakað þetta viðfangsefni vera að hún hafi mikinn áhuga á lýðheilsu og hvernig þetta tengist ójöfnuði í samfélaginu. „Þeir sem eru tekjumeiri kaupa hollari mat en þeir sem hafa minna milli handanna. Þetta tengist kannski frekar ójöfnuði en einhverju öðru.“ Að mati Guðrúnar er þörf á frekari rannsóknum á Íslandi og annars staðar á þessu. „Helst einhverjar íhlutandi slembirannsóknir til að fá marktækari niðurstöður og sjá hvort þetta hafi áhrif almennilega, en það bendir allt til þess,“ segir Guðrún. Hún telur að þörf sé á að láta reyna á sykurskatt aftur hér á landi. „Í fyrsta lagi var sykurskatturinn bara í ár og framleiðendur og birgjar voru búnir að kaupa mjög mikinn sykur fyrirfram, þannig að þetta bitnaði eiginlega ekki á framleiðendum og þetta hafði ekki áhrif á neytendur því þeir skattlögðu of lágt. En þetta skilaði næstum milljarði til ríkisins.“ Guðrún telur að til framtíðar mætti skattleggja sykruð matvæli, sem og önnur óholl matvæli, og nýta fjármagnið til að niðurgreiða holl matvæli, til dæmis grænmeti og ávexti, og fræða neytendur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30 Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00 Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Ný íslensk rannsókn sýnir að sykurskattar virka Ný rannsókn sýnir að verð hefur greinileg áhrif á gosneyslu á Íslandi. Fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Þetta þýðir í reynd að sykurskattur virkar sem tæki til að draga úr neyslu gosdrykkja. 3. janúar 2017 18:30
Ekki fullreynt með sykurskatt Að mati læknis er enginn vafi um ágæti sykurskatts. Segir sykurskatt ekki verið prófaðan almennilega hér á landi. Ísland eina Vestræna landið þar sem álögur á gosdrykki hafa lækkað síðustu ár í stað þess að hækka. 5. september 2016 07:00
Kyrrsetan er hinar „nýju reykingar“ Forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum verða að beinast að matarvenjum okkar og kyrrsetu – líkt og reykingum undanfarna áratugi. Offita og sykursýki eru nýju óvinirnir. Vítahringurinn hefst hjá börnum og unglingum sem endar með heilsuley 17. nóvember 2016 07:00