Leiðin til Rússlands er ennþá greið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2017 06:00 Hörður Bjögvin Magnússon fékk traustið frá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara á móti Króötum í gær og skilaði flottum leik og ótrúlega mikilvægu sigurmarki á lokamínútu leiksins. Hér sjást þeir félagar saman eftir leik og það var svo sannarlega full ástæða fyrir þá að brosa sínum breiðasta. Vísir/Eyþór Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Eftir fimm leiki án sigurs og 426 mínútur og tæp 12 ár án marks unnu Íslendingar loks sigur á Króötum á Laugardalsvelli í gær. Allt stefndi í markalaust jafntefli en íslensku strákarnir fundu aukakraft til að vinna leikinn. Þegar mínúta var til leiksloka átti Birkir Már Sævarsson frábæra fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Jóhanni Berg Guðmundssyni sem skallaði beint á Lovre Kalinic í marki Króatíu. Íslendingar fengu horn og það tók Gylfi Þór Sigurðsson. Eins og svo oft áður var spyrna Swansea-mannsins frábær, beint á Hörð Björgvin Magnússon sem fékk frían skalla og setti boltann í boga yfir Kalinic. Ótrúlega mikilvægt mark hjá Herði Björgvini og það þýðir að Ísland er jafnt Króatíu á toppi riðilsins þegar fjórar umferðir eru eftir. HM-draumurinn lifir því góðu lífi og möguleikinn á að ná efsta sætinu er góður. „Ég er hrikalega stoltur af öllum strákunum. Þetta var hrikalega sterkur liðsheildarsigur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í samtali við Fréttablaðið eftir leik.Gylfi Sigurðsson reynir skot.Vísir/ErnirLærðu af fyrri leikjunum Eyjamaðurinn kom talsvert á óvart með liðsuppstillingu sinni í gær. Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey Skúlason í stöðu vinstri bakvarðar, Emil Hallfreðsson lék á miðjunni við hlið Arons Einars Gunnarssonar og fyrir framan þá var Gylfi Þór. „Við breyttum um leikaðferð til að jafna þá á miðjunni og Emil, Gylfi og Aron Einar gerðu a.m.k. jafn vel og þeir og í flestum tilfellum betur. Það var lykillinn að góðri spilamennsku í dag, hversu vel við spiluðum inni á miðjunni og lokuðum á þá og komum í veg fyrir að þeir sköpuðu sér færi,“ sagði Heimir sem segist hafa lært af fyrri viðureignum gegn Króatíu. „Við reyndum að læra af leikjunum okkar við Króatíu. Mér fannst við taka stórt skref fram á við í Zagreb. Við fundum að við gátum pressað þá. Það eru ekki mörg lið sem pressa Króatíu og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir fá á sig fá mörk. Þetta kom þeim örugglega á óvart.“ Leikáætlun Heimis gekk fullkomlega upp. Það eru fá lið í heiminum betri að halda boltanum en Króatar en Íslendingar komu í veg fyrir að þeir næðu sínum dáleiðandi samleiksköflum með frábærri pressu. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fór þar fremstur í flokki en hann braut niður hverja sókn Króatíu á fætur annarri og gaf tóninn.Marki Harðar Björgvins fagnað.Vísir/ErnirUppreisn æru Hetja íslenska liðsins í gær, Hörður Björgvin, átti erfitt uppdráttar í tapinu í Zagreb í fyrra en hann svaraði fyrir sig í gær og fékk hrós frá landsliðsþjálfaranum eftir leik. „Við vitum að hann er ekki bakvörður að upplagi en hann hefur vaxið í þessu hlutverki. Við þurftum hæð í varnarlínuna og ég held að það hafi sýnt sig í leiknum að þetta var rétt ákvörðun,“ sagði Heimir um manninn sem skoraði markið sem færði Íslendinga nær takmarkinu; að komast á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25 Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27 Erlenda pressan: Stóri sigurvegarinn þennan sunnudag er Ísland Huh! Huh! Huh! 11. júní 2017 22:18 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Fleiri fréttir Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Hannes: Þetta var svona augnablik sem mann dreymir bara um að upplifa Þetta er frábær tilfinning, þetta gerist bara ekki betra en þetta, þetta var draumkennt augnablik að vinna 1-0, það eru alltaf sætustu sigrarnir fyrir markmenn, sagði Hannes Halldórsson eftir 1-0 sigur íslenska landsliðsins í kvöld. 11. júní 2017 21:25
Hörður Björgvin: Það er bara fínt að skora með öxlinni Hörður Björgin Magnússon reyndist hetja Íslands í kvöld og var að vonum ánægður með leik liðsins. 11. júní 2017 21:27
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Jóhann Berg um heimavöllinn: "Veit ekki einu sinni hvenær við töpuðum síðast hérna“ "Þetta var alveg gríðarlega mikilvægur leikur sérstaklega þar sem hin liðin sem við erum að keppa við unnu sína leiki í kvöld,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Króötum í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:45
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36