Sipilä: Engar forsendur fyrir áframhaldandi samstarf við Sanna Finna 12. júní 2017 11:45 Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands. Vísir/AFP Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017 Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, segir engar forsendur vera fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi með Sönnum Finnum undir stjórn Evrópuþingmannsins Jussi Halla-aho. Sipilä greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni fyrir stundu. Miðflokkur Sipilä, Þjóðarbandalagið og Sannir Finnar hafa starfað saman í ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Halla-aho var kjörinn nýr formaður Sannra Finna um helgina en hann þykir mun harðari í andstöðu sinni gegn innflytjendum en forveri hans í formannsstól, utanríkisráðherrann Timo Soini. Formenn stjórnarflokkanna komu saman til neyðarfundar á heimili forsætisráðherrans í morgun, en þingmenn Miðflokksins og Þjóðarbandalagsins munu koma saman til þingflokksfundar síðar í dag til að ræða stöðuna sem upp er komin. Fjármálaráðherrann og formaður Þjóðarbandalagsins, Petteri Orpo, hefur tekið í svipaðan streng og forsætisráðherrann og segir Sanna Finna ekki lengur vera sama flokk og fyrir tveimur árum, nú þegar Halla-aho hefur tekið við formennsku. Finnskir fjölmiðlar segja að leiðtogar í stjórnarandstöðunni vilji að boðað verði til þingkosninga, en þá er einnig hugsanlegt að Sænski þjóðarflokkurinn og Kristilegir demókratar taki sæti Sannra Finna í ríkisstjórn. Sipilä hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 að íslenskum tíma.Keskustelut käyty. Yhteinen esityksemme Kesk./Kok. eduskuntaryhmille: ei edellytyksiä jatkaa yhteistyötä Halla-ahon johtaman PS:n kanssa.— Juha Sipilä (@juhasipila) June 12, 2017
Finnland Norðurlönd Tengdar fréttir Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Örlög finnsku ríkisstjórnarinnar kunna að ráðast í dag Margir eru óánægðir með kjör Jussi Halla-aho sem nýs formanns Sannra Finna. 12. júní 2017 09:51