Lögreglan skynjar ekki aukna hörku í undirheimunum Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2017 07:00 Lögregla telur sig hafa kveðið uppgang mótorhjólasamtaka hér á landi í kútinn en fylgist vel með þróun þeirra áfram. VÍSIR/GVA Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira
Ekki eru uppi merki um aukna hörku í undirheimum Reykjavíkur og nágrennis. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að árás í Mosfellsdal hafi nýlega leitt til dauða manns, sé ekki að merkja aukna hörku heilt yfir. „Það er ákveðin harka í undirheimum þegar kemur að innheimtuaðgerðum. Þá er um að ræða innheimtur á einhverjum skuldum sem geta verið tilkomnar vegna ólögmæts athæfis og lögreglu er þar af leiðandi ekki blandað í málið,“ segir Grímur.Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.vísir/anton brinkHann segir að vissulega megi merkja aukna hörku yfir langt tímabil. „Það má sjá þetta ef horft er yfir lengra tímabil, einhverja tugi ára, en ekkert alveg núna upp á síðkastið.“ Grímur segir að það vilji loða við grófar og glæpsamlegar innheimtuaðgerðir, alltaf kallaðar handrukkanir, að lögreglu sé ekki gert viðvart. „En ég hvet til þess að lögregla sé látin vita þegar ofbeldi er beitt í svona málum, og alltaf þegar ofbeldi er beitt.“ Einn hinna handteknu í manndrápsmálinu í Mosfellsdal, Jón Trausti Lúthersson, er stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis sem síðar gekk inn í alþjóðasamtök Hells Angels á Íslandi. Síðar varð hann meðlimur í mótorhjólasamtökunum Outlaws. Bæði samtökin hafa áratugalanga sögu um skipulagða glæpastarfsemi þar sem þau hafa náð að skjóta rótum. Grímur segir að ekkert bendi til þess að slíkum félögum sé að vaxa ásmegin eins og ráða má af fréttaflutningi þar sem bent er á tengsl Jóns Trausta og Sveins Gests Tryggvasonar, sem einnig er grunaður í málinu, við slík samtök. „Við erum alltaf að fylgjast með þessu og höfum aðeins þær upplýsingar sem á annað borð liggja fyrir okkur á lausu. En það er ekki þannig að þeim hafi verið að vaxa mikill fiskur um hrygg. Við reynum að fylgjast vel með því hvernig þessi samtök þróast og eflast eftir atvikum.“ Hingað til hefur erlendum félagsmönnum þessara mótorhjólaklúbba verið vísað frá við komuna til landsins. Grímur segir að það hafi dregið verulega úr því að menn á vegum mótorhjólasamtaka sem stunda skipulagða glæpastarfsemi venji komur sínar hingað til lands. Lögregla hafi náð vel utan um vandamálið þegar það kom upp fyrir um áratug og upprætt, þó auðvitað verði fylgst vel með áfram.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sjá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Sjá meira