Gummi Ben 1 á 5 með strákunum okkar: „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2017 10:30 Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Guðmundur Benediktsson er búinn að fara 1 á 1 með nokkrum þjálfurum úr Pepsi-deildinni í sumar en síðasta föstudag var sérstakur hátíðarþáttur vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Gummi Ben fór þá 1 á 5 er hann bauð fimm af strákunum okkar út á borða á Grillmarkaðnum og fór ítarlega yfir ævintýrið á EM í Frakklandi síðasta sumar. Hannes Þór Halldórsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sátu að snæðingi og rifjuðu upp veisluna í Frakklandi og var mikið hlegið. Þátturinn var frumsýndur í heild sinni síðasta föstudag á Stöð 2 Sport HD en á mánudögum í sumar verður styttri útgáfa af 1á1 sýnd sem hluti af Ísland í sumar sem er alltaf beint á eftir fréttum. Strákarnir á grillmarkaðnum var á dagskrá í gær og má sjá þáttinn hér að ofan. Bros kom á varir allra þegar leikurinn á móti Englandi var rifjaður upp. Wayne Rooney kom Englandi yfir úr vítaspyrnu snemma leiks en Ragnar Sigurðsson jafnaði metin með marki eftir langt innkast Arons Einars sem Kári Árnason „flikkaði“ á fjærstöngina. „Það mátti sjá á andlitum þeirra að þeir trúðu ekki í hverju þeir voru lentir þegar það gerðist,“ segir Gummi Ben sem, eins og alþjóð veit, missti vitið þegar Ragnar skoraði. „Þú varst alveg sallarólegur þá,“ grínast Hannes Þór. „Þeir létu Rooney bara dekka Kára eins og það væri eðlilegt,“ bætti Jóhann Berg við og fyrirliðinn Aron Einar greip orðið: „Og svo sögðust þeir vera búnir að fara vel yfir föstu leikatriðin hjá íslenska landsliðinu.“ Gummi Ben fullytrti að hans mati væri þetta stærsta stundin í íslenskri íþróttasögu og strákarnir voru sammála um að þetta hefði verið ótrúlegt. „Þetta var ólýsanlegt, algjörlega ótrúlegt augnablik,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira