Mickelson tekur fjölskylduna fram yfir US Open Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 12:29 Þetta er fyrsta risamótið í 23 ár þar sem hvorugur þessara herramanna er með. vísir/getty Það varð ljóst nú í hádeginu að einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, gæti ekki tekið þátt á US Open sem hefst í dag. Hann dró sig úr keppni af fjölskylduástæðum. Ástæðan er sú að hann vill ekki missa af því er dóttir hans, Amanda, útskrifast úr menntaskóla. Hún fæddist daginn eftir að sá örvhenti lenti í öðru sæti á US Open árið 1999. Mickelson var að vonast eftir því að mótinu myndi seinka vegna veðurs. Þá hefði hann náð að koma með einkaþotu. Veðurguðirnir voru ekki til í að stíga þann dans með honum. US Open er eina risamótið sem Mickelson hefur ekki náð að vinna en hann hefur sex sinnum lent í öðru sæti sem er met. Hann þarf að bíða í ár eftir því að reyna aftur. Þetta er fyrsta risamótið í 23 ár þar sem hvorki Mickelson né Tiger Woods eru með. Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00. Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það varð ljóst nú í hádeginu að einn besti kylfingur heims, Phil Mickelson, gæti ekki tekið þátt á US Open sem hefst í dag. Hann dró sig úr keppni af fjölskylduástæðum. Ástæðan er sú að hann vill ekki missa af því er dóttir hans, Amanda, útskrifast úr menntaskóla. Hún fæddist daginn eftir að sá örvhenti lenti í öðru sæti á US Open árið 1999. Mickelson var að vonast eftir því að mótinu myndi seinka vegna veðurs. Þá hefði hann náð að koma með einkaþotu. Veðurguðirnir voru ekki til í að stíga þann dans með honum. US Open er eina risamótið sem Mickelson hefur ekki náð að vinna en hann hefur sex sinnum lent í öðru sæti sem er met. Hann þarf að bíða í ár eftir því að reyna aftur. Þetta er fyrsta risamótið í 23 ár þar sem hvorki Mickelson né Tiger Woods eru með. Útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00.
Golf Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira