Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 20:18 Grenfell-turninn er gjörónýtur. Lögreglan telur afar ólíklegt að einhver finnist þar á lífi. vísir/getty Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33
Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13