Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 20:18 Grenfell-turninn er gjörónýtur. Lögreglan telur afar ólíklegt að einhver finnist þar á lífi. vísir/getty Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. Búið er að bera kennsl á sex þeirra sem létust. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp hversu margra er saknað en 120 íbúðir voru í turninum og er talið að á milli 400 og 600 manns hafi búið þar. Alls voru 75 fluttir særðir á sjúkrahús og slökkviliðið bjargaði 65 manns úr brennandi turninum. Aðrir komust út að sjálfsdáðum en ólíklegt er talið að nú finnist einhver á lífi í rústum hússins. Staðfest er að sautján manns hafi látist og þrjátíu liggja enn særðir á sjúkrahúsi, þar af eru fimmtán taldir vera í lífshættu. Theresa May, forsætisráðherra, hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á brunanum og þá hefur Alok Sharma, húsnæðismálaráðherra, sagt að ríkisstjórnin vinni nú að því ásamt borgaryfirvöldum að allar fjölskyldurnar sem bjuggu í turninum fái nýtt húsnæði í sama hverfi. Eldsupptök eru ókunn en margir telja að brunavarnir í turninum hafi verið ófullnægjandi og ný klæðning sem sett var á húsið fyrir ekki svo löngu síðan hafi jafnvel verið ástæða þess hversu hratt eldurinn breiddist út. Fjölda fólks er enn saknað og hafa ættingjar og vinir deilt myndum og upplýsingum á samfélagsmiðlum en BBC fjallaði um nokkra þeirra sem er saknað fyrr í kvöld.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33 Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Óljóst um fjölda látinna í Grenfell-turninum Slökkviliðsstjóri Lundúna segir að það komi til með að taka margar vikur að fara í gegnum alla bygginguna. 15. júní 2017 08:33
Leituðu í brunarústunum í alla nótt Slökkiliðsmenn hafa unnið í alla nótt í brunarústum Grenfell turnsins Kensington í Lundúnum sem brann til kaldra kola í gærnótt. Enn logar í glóðum hér og þar í húsinu en björgunarfólk leitaði að manneskjum í húsinu í nótt og er nú staðfest að tólf hafi látist. 15. júní 2017 06:57
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13