„Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 15:15 Conor McGregor er engum líkur en á hann séns? vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira