Erlent

Tala látinna í brunanum í háhýsinu hækkar enn

Kjartan Kjartansson skrifar
Fórnarlamba eldsvoðans hefur verist minnst í London en mikil reiði kraumar undir hjá íbúum.
Fórnarlamba eldsvoðans hefur verist minnst í London en mikil reiði kraumar undir hjá íbúum. Vísir/EPA
Breska lögreglan segir nú að í það minnnsta 58 manns séu að líkindum látnir í eldssvoðanum í Grenfell-turninum í London á aðfaranótt miðvikudags.

Áður hafði verið gefið út á þrjátíu manns hafi farist í eldsvoðanum. Talsmaður lögreglunnar segir nú að 58 manns sem vitað er að voru í byggingunni þegar eldurinn kviknaði sé saknað. Gera verði ráð fyrir að fólkið hafi farist samkvæmt frétt Reuters.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að samkvæmt heimildum þess gæti um sjötíu manns verið saknað í heildina.

Lögreglan segir að rannsókn á brunanum gæti tekið margar vikur eða jafnvel lengur.


Tengdar fréttir

Þrjátíu nú sagðir látnir í brunanum í háhýsinu í London

Lögreglan í London hefur staðfest að þrjátíu hafi látist í það minnsta í brunanum í Grenfell-turninum í Norður-Kensington á aðfaranótt miðvikudags. Bretadrottning og Vilhjálmur prins heimsóttu neyðarskýli fyrir íbúa háhýsisins í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×