Keyrt á hóp fólks í London Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2017 01:30 Frá vettvangi atviksins. Vísir/AFP Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017 Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Keyrt var inn í hóp af fólki í London nú í kvöld. Einn hefur verið handtekinn og segja vitni að hann hafi verið hvítur á hörund. Lögreglan segir atvikið vera mjög alvarlegt. Múslimaráð Bretlands segir að ekið hafi verið á biðjendur þegar þeir yfirgáfu mosku eftir bænir í norðausturhluta London. Vitni segja fjölda fólks hafa legið í götunni eftir að bílnum var ekið inn í hóp fólks. Lögreglan segir of snemmt að segja hvort að um hryðjuverk sé að ræða. Myndir af vettvangi gefa í skyn að einhverjir séu mjög alvarlega slasaðir, samkvæmt Sky News. CNN ræddi við íbúa á svæðinu sem segist hafa séð fólk framkvæma endurlífgunartilraunir á fólki sem varð fyrir bílnum. Auk þess sem hefur verið handtekinn segja vitni að tveir aðrir menn hafi verið í bílnum og að þeir hafi hlaupið á brott. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Sá sem var handtekinn mun hafa verið stöðvaður og handsamaður af fólki á götunni eftir atvikið.BREAKING: We have been informed that a van has run over worshippers as they left #FinsburyPark Mosque. Our prayers are with the victims. https://t.co/FSE5m3bFpo— MCB (@MuslimCouncil) June 19, 2017 Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu, en lögreglan í London hefur sent fjölda lögregluþjóna á vettvang. Sjónarvottar segja minnst tíu hafa slasast, en yfirvöld hafa ekki gefið út staðfestar tölur. Þann þriðja júní létu átta lífið og 50 særðust þegar þrír menn keyrðu á fólk á London brúnni og stungu fólk á nærliggjandi veitingastöðum. Þá Keyrði maður á fólk á Westminster brúnni þann 22. mars. Fimm létu lífið. Þar að auki létu 22 lífið þann 22. maí þegar maður sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester. Sjá má beina útsendingu Sky News hér að neðan. We have a number of ambulance crews & specialist teams on scene at the incident on #SevenSisters Road #FinsburyPark https://t.co/oL75V7ZUWD pic.twitter.com/4SHEhzx3tr— London Ambulance (@Ldn_Ambulance) June 19, 2017 Pro-#ISIS Telegram Channels Use Reported Van Attack Outside #Finsbury Mosque to Incite Muslims https://t.co/0VAuvGVd2A— SITE Intel Group (@siteintelgroup) June 19, 2017 Eyewitness tells @jamesrbuk man drove van at pedestrians outside London mosque, then shouted “Kill me, kill me, I want to kill all Muslims” pic.twitter.com/gSgTX05aSQ— BuzzFeed News (@BuzzFeedNews) June 19, 2017
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira