Einn látinn og átta slasaðir í London Gunnar Reynir Valþórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júní 2017 07:08 Frá vettvangi árásarinnar í gær. Vísir/EPA Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. Fjöríutíu og átta ára gamall maður hefur verið handtekinn og samkvæmt vitnum að atburðinum réðust almennir borgarar gegn manninum og yfirbuguðu hann þegar hann reyndi að flýja á hlaupum. Hinn handtekni var fluttur á sjúkrahús þar sem hugsanlegt er að hann hafi slasast. Þá mun hann undirgangast mat geðlæknis. Hann er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslíma og sagðist vilja drepa þá. Theresa May, forsætisráðherra, segir að lögregla rannsaki nú málið sem mögulegt hryðjuverk. Á blaðamannafundi lögreglunnar nú í morgunsárið kom fram að enginn annar hefði verið í sendiferðabílnum ásamt hinum handtekna. Þá kom jafnframt fram að árásin bæri þess öll merki að um hryðjuverk væri að ræða. Flestir hinna særðu voru að koma frá kvöldbænum í Finsbury Park-moskunni. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að lögregla verði með aukinn viðbúnað í hverfum þar sem mikið er um múslima á næstu dögum. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni.Uppfært klukkan 07:36.Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér fyrir neðan og lesa yfirlýsingu lögreglunnar þar fyrir neðan. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. Fjöríutíu og átta ára gamall maður hefur verið handtekinn og samkvæmt vitnum að atburðinum réðust almennir borgarar gegn manninum og yfirbuguðu hann þegar hann reyndi að flýja á hlaupum. Hinn handtekni var fluttur á sjúkrahús þar sem hugsanlegt er að hann hafi slasast. Þá mun hann undirgangast mat geðlæknis. Hann er sagður hafa öskrað ókvæðisorð um múslíma og sagðist vilja drepa þá. Theresa May, forsætisráðherra, segir að lögregla rannsaki nú málið sem mögulegt hryðjuverk. Á blaðamannafundi lögreglunnar nú í morgunsárið kom fram að enginn annar hefði verið í sendiferðabílnum ásamt hinum handtekna. Þá kom jafnframt fram að árásin bæri þess öll merki að um hryðjuverk væri að ræða. Flestir hinna særðu voru að koma frá kvöldbænum í Finsbury Park-moskunni. Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, segir að lögregla verði með aukinn viðbúnað í hverfum þar sem mikið er um múslima á næstu dögum. Ráð múslima í Bretlandi hefur sagt að árásin hafi verið innblásin af hræðslu við íslam. Þá hafa forsvarsmenn moskunnar við Finsbury Park kallað eftir því að fólk haldi ró sinni.Uppfært klukkan 07:36.Fylgjast má með beinni útsendingu Sky News í spilaranum hér fyrir neðan og lesa yfirlýsingu lögreglunnar þar fyrir neðan.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Keyrt á hóp fólks í London Einn hefur verið handtekinn og einhverjir eru alvarlega slasaðir. 19. júní 2017 01:30