Samfélagið og annað tækifæri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. júní 2017 10:28 Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun