Bílastæðið í Kauptúni Frosti Logason skrifar 1. júní 2017 07:00 Á ákveðnu tímabili í mínu lífi var ég ekki viss um að ég ætti nokkurn tíma eftir að eignast börn. Mér fannst tíminn aldrei réttur. Það var alltaf eitthvað sem ég átti eftir að gera fyrst. Fara í heimsreisu, klára námið, kaupa íbúð og finna réttu konuna auðvitað. Sem er allt saman gott og blessað. Það er að segja ef maður bíður ekki endalaust með að klára alla þessa hluti. Einn félagi minn segir það tóma dellu að standa í þessu barnaveseni. Hann hlær að vinum sínum sem áttu börn í sambúð fyrir 15. október á síðasta ári og segir þá hafa dæmt sjálfa sig í eilífa fátæktargildru með tómu hugsunarleysi og tilfinningasemi. Auðvitað er eitthvað til í þessu en ég er þó þeirrar skoðunar að hann sjái ekki alla heildarmyndina. Því þó að íslensk stjórnvöld reki andstyggilega helstefnu gagnvart fjölskyldu- og barnafólki er það nú samt þannig að fjölskylda og barneignir eru það langmikilvægasta í lífinu. Ekkert slær því við. Þessi umræddi félagi minn er reyndar með ansi brengluð viðhorf til lífsins á mörgum sviðum. Hann ætlar til dæmis að eyða sumarfríinu sínu í húsbíl á bílastæðinu í Kauptúni. Af því þar fær hann alla bestu dílana. Einn með sjálfum sér. En verðmætamat mitt er ekki alveg þar. Ég tel mig hafa verið mjög lánsaman í gegnum tíðina og hef náð að gera margt af því sem mig hefur langað. En eftir að ég varð faðir í fyrsta skipti fyrir níu mánuðum áttaði ég mig á því að allt sem hafði komið þar á undan fölnar í þessum samanburði. Veröldin er dapurlegur staður án fjölskyldunnar. Jafnvel þó maður búi í húsbíl á bílaplaninu hjá Costco og Ikea. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun
Á ákveðnu tímabili í mínu lífi var ég ekki viss um að ég ætti nokkurn tíma eftir að eignast börn. Mér fannst tíminn aldrei réttur. Það var alltaf eitthvað sem ég átti eftir að gera fyrst. Fara í heimsreisu, klára námið, kaupa íbúð og finna réttu konuna auðvitað. Sem er allt saman gott og blessað. Það er að segja ef maður bíður ekki endalaust með að klára alla þessa hluti. Einn félagi minn segir það tóma dellu að standa í þessu barnaveseni. Hann hlær að vinum sínum sem áttu börn í sambúð fyrir 15. október á síðasta ári og segir þá hafa dæmt sjálfa sig í eilífa fátæktargildru með tómu hugsunarleysi og tilfinningasemi. Auðvitað er eitthvað til í þessu en ég er þó þeirrar skoðunar að hann sjái ekki alla heildarmyndina. Því þó að íslensk stjórnvöld reki andstyggilega helstefnu gagnvart fjölskyldu- og barnafólki er það nú samt þannig að fjölskylda og barneignir eru það langmikilvægasta í lífinu. Ekkert slær því við. Þessi umræddi félagi minn er reyndar með ansi brengluð viðhorf til lífsins á mörgum sviðum. Hann ætlar til dæmis að eyða sumarfríinu sínu í húsbíl á bílastæðinu í Kauptúni. Af því þar fær hann alla bestu dílana. Einn með sjálfum sér. En verðmætamat mitt er ekki alveg þar. Ég tel mig hafa verið mjög lánsaman í gegnum tíðina og hef náð að gera margt af því sem mig hefur langað. En eftir að ég varð faðir í fyrsta skipti fyrir níu mánuðum áttaði ég mig á því að allt sem hafði komið þar á undan fölnar í þessum samanburði. Veröldin er dapurlegur staður án fjölskyldunnar. Jafnvel þó maður búi í húsbíl á bílaplaninu hjá Costco og Ikea. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun