Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 08:56 Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir með gullverðlaun sín. Mynd/ÍSÍ Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason. Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00