Tólf íslensk verðlaun í gær þýða að Ísland er áfram í öðru sætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2017 08:56 Júdókonan Anna Soffía Víkingsdóttir með gullverðlaun sín. Mynd/ÍSÍ Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason. Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira
Ísland er í öðru sæti á verðlaunatöflunni eftir annan dag Smáþjóðaleikana í San Marinó en íslensk íþróttafólk vann til tólf verðlaun í gær. Íslendingar fengu sjö gull, eitt silfur og fjögur brons. Ísland er nú með þrettán gull, fjögur silfur og tíu brons og í öðru sæti á verðlaunatöflunni með samtals 27 verðlaunapeninga. Lúxemborg er í fyrsta sæti með 45 verðlaunapeninga. Ísland fékk fjögur gull, eitt silfur og þrjú brons í sundi, eitt gull í skotfimi og tvö gull og eitt brons í júdó.Verðlaun Íslands í gær:Júdó Ólympíufarinn og Íslandsmeistarinn Þormóður Árni Jónsson hlaut gullverðlaun í +100 kg flokki með því að sigra andstæðinga frá Kýpur og Lúxemborg. Íslandsmeistarinn Anna Soffía Víkingsdóttir hlaut gullverðlaun í -78 kg flokki með því að sigra þrjá andstæðinga sína. Grímur Ívarsson hlaut bronsverðlaun í -100 kg flokki. Hann vann viðureign sína gegn keppanda frá Svartfjallalandi en það tryggði honum bronsið.Skotfimi Ásgeir Sigurgeirsson fékk gull í keppni með loftskammbyssu af 10 metra færi en hann hafði betur í úrslitum á móti Joe Dondelinger frá Lúxemborg. Sund Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði í 100 metra baksundi á tímanum 1:01,67 mín. Hún hlaut þar með önnur gullverðlaun sín á Smáþjóðaleikunum, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra baksundi í fyrradag. Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullverðlaun í 200 metra bringusundi á tímanum 2:28,89 mín.Hrafnhildur hlaut þar með önnur gullverðlaun sín, en hún vann til gullverðlauna í 200 metra fjórsundi í fyrradag. Bryndís Rún Hansen sigraði í 100 metra flugsundi á tímanum 1:01,57 mín. Bryndís Rún vann þarna sín önnur gullverðlaun en hún vann einnig í 100 m skriðsundi í fyrradag. Í 100 metra baksundi karla vann Davíð Hildiberg Aðalsteinsson til bronsverðlauna á tímanum 57,50 sek. Ágúst Júlíusson vann til bronsverðlauna í 100 metra flugsundi á tímanum 55:67 sek. Í 200 metra bringusundi vann Viktor Máni Vilbergsson til bronsverðlauna á tímanum 2:17,21 mín. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi kvenna vann til gullverðlauna á tímanum 8:21,13 mín. Í sveitinni eru Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Bryndís Rún Hansen. Íslenska sveitin í 4x200 metra skriðsundi karla vann til silfurverðlauna á tímanum 7:46,34 mín. Í sveitinni eru Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Aron Örn Stefánsson, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Ólympíuleikar Tengdar fréttir Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00 Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Landsliðin spila í Adidas næstu árin Handbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Tárvotur Nadal kvaddi: „Góð manneskja frá litlum bæ“ Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Dagskráin í dag: Konurnar í sviðsljósinu í kvöld Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Sjá meira
Ísland með næstflest verðlaun eftir fyrsta keppnisdag Íslensku keppendurnir unnu til fimmtán verðlauna á fyrsta keppnisdegi Smáþjóðaleikanna. 31. maí 2017 09:00