Erlent

Ung börn í hópi 44 sem fórust úr þorsta í Sahara

Atli Ísleifsson skrifar
Fjölmargir leggja leið sína í gegnum Níger til að komast til norðurstrandar Afríku í þeirri von að halda för sinni áfram yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Fjölmargir leggja leið sína í gegnum Níger til að komast til norðurstrandar Afríku í þeirri von að halda för sinni áfram yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
44 létu lífið í Sahara-eyðimörkinni á dögunum eftir að bíll þeirra bilaði í norðurhluta Níger. Þetta hafa starfsmenn Rauða krossins eftir hópi fólks sem komst til byggða og gerði yfirvöldum viðvart.

Í frétt BBC segir að sex konur sem voru í bílnum hafi komist til afskekkts þorps þar sem þær sögðu bæjarbúum frá því að fólkið hafi látist úr þorsta. Eiga ung börn að hafa verið í hópi hinna látnu.

Fólkið í bílnum var ýmist frá Gana eða Nígeríu og voru að reyna að komast til Líbíu, að sögn nígeríska fjölmiðilsins Sahelien.

Fjölmargir leggja leið sína í gegnum Níger til að komast til norðurstrandar Afríku í þeirri von að halda för sinni áfram yfir Miðjarðarhaf og til Evrópu.

Lawal Taher, talsmaður Rauða krossins, segir að enn eigi eftir að senda sveit að bílnum til að bera kennsl á líkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×