Enski boltinn

32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini og Ian Rush spiluðu báðir leikinn og eru hér 20 árum síðar.
Michel Platini og Ian Rush spiluðu báðir leikinn og eru hér 20 árum síðar. Vísir/Getty
Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel.

39 létust í Heysel-slysinu, flestir Ítalir og stuðningsmenn Juventus sem höfðu flúið stuðningsmenn Liverpool.

Leikurinn var samt látinn fara fram og þar vann Juventus Evrópukeppni meistaraliða í fyrsta sinn í sögu félagsins. Michel Platini skoraði sigurmarkið úr umdeildri vítaspyrnu.

UEFA sagði stuðningsmenn Liverpool bera ábyrgð á því hvernig fór og fjórum dögum eftir slysið voru öll ensku liðin útlokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum. Bannið stóð til 1990 fyrir utan að Liverpool var eitt ár lengur í banni.  

England tapaði líka sætum vegna árangurstengdra ástæðna og enska deildin fékk því mun færri sæti í Evrópukeppninni þegar banninu var loksins létt.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir ensku félögin sem misstu af sæti í Evrópukeppninni vegna bannsins frá 1985 til 1990.

1985-86

Evrópukeppni meistaraliða: Everton

Evrópukeppni bikarliða: Manchester United

Evrópukeppni félagsliða: Liverpool, Tottenham, Southampton og Norwich.

1986-87

Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool

Evrópukeppni bikarliða: Everton

Evrópukeppni félagsliða: West Ham, Manchester United, Sheffield Wednesday og Oxford.

1987-88

Evrópukeppni meistaraliða: Everton

Evrópukeppni bikarliða: Coventry

Evrópukeppni félagsliða: Liverpool, Tottenham, Arsenal og Norwich.

1988-89

Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool

Evrópukeppni bikarliða: Wimbledon

Evrópukeppni félagsliða: Manchester United, Nottingham Forest, Everton og Luton.

1989-90

Evrópukeppni meistaraliða: Arsenal

Evrópukeppni bikarliða: Liverpool

Evrópukeppni félagsliða: Nottingham Forest, Norwich, Derby og Tottenham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×