Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Kristján. G. Kristjánsson mun ekki geta sótt farþega á Hótel Borg eftir næstu mánaðamót. vísir/eyþór „Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira