Sport

Sex náðu að verja gullið sitt frá því fyrir tveimur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Valur Guðnason var eini íslenski karlmaðurinn sem náði að verja gullið sitt.
Guðni Valur Guðnason var eini íslenski karlmaðurinn sem náði að verja gullið sitt. Vísir/AFP
Sex íslenskir íþróttamenn sýndu og sönnuðu að gullið þeirra frá því fyrir tveimur árum var alls engin tilviljun. Þetta gerðu þau með því að komast efst á pallinn aftur í ár.

Ísland vann alls 27 gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í San Marinó sem lauk um helgina en það eru ellefu færri gull en á leikunum á Íslandi tveimur árum fyrr.

Þrír frjálsíþróttamenn, ein júdókona og tvær sundkonur urðu Smáþjóðaleikameistarar aðra leikana í röð. Sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir gerðu reyndar gott betur.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann gullið aftur í fjórum einstaklingsgreinum en Eygló Ósk Gústafsdóttir varði gullið sitt í tveimur einstaklingsgreinum. Hrafnhildur vann þrjár af þessum greinum einnig á leikunum í Lúxemborg 2013 og þar vann Eygló Ósk einnig báðar sínar greinar líka.

Ásdís Hjálmsdóttir var líka að vinna spjótkastið á þriðju leikunum í röð en hún vann síðan einnig gull í spjótkasti á leikunum á Kýpur 2009 og í Andorra 2005.

Þessi unnu gull í sinni einstaklingsgrein aðra leikana í röð:

Guðni Valur Guðnason

Vann gull í kringlukasti 2015 og 2017

Arna Stefanía Guðmundsdóttir

Vann gull í 400 metra grindarhlaupi 2015 og 2017

Ásdís Hjálmsdóttir

Vann gull í spjótkasti 2015 og 2017

Anna Soffía Víkingsdóttir

Vann gull í -78kg flokki í júdó 2015 og 2017

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Vann gull í 100 metra bringusundi 2015 og 2017

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Vann gull í 200 metra bringusundi 2015 og 2017

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Vann gull í 200 metra fjórsundi 2015 og 2017

Hrafnhildur Lúthersdóttir

Vann gull í 400 metra fjórsundi 2015 og 2017

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Vann gull í 100 metra baksundi 2015 og 2017

Eygló Ósk Gústafsdóttir

Vann gull í 200 metra baksundi 2015 og 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×