Skoska bruggfyrirtækið BrewDog hefur boðið öllum þeim sem kjósa í bresku þingkosningunum á fimmtudag frían bjór.
Fyrirtækið segjast með þessu vilja hvetja til að „raddir allra heyrist“ og munu bjóða öllum þeim sem mæta á kjörstað Punk IPA bjór á einhverjum af 29 börum fyrirtækisins víðs vegar um Bretland. Kjósendur munu geta nýtt sér boðið til föstudagsins 9. júní.
Þeir sem vilja þiggja slíkt boð þurfa einungis að taka mynd af sjálfum sér fyrir utan kjörstað og sýna starfsmönnum á börum BrewDog myndina.
„Kosningar eru mikilvæg stund fyrir þá sem finnast þeir vera jaðarsettir og hunsaðir til að stíga upp og láta í sér heyra, svo við viljum hvetja og verðlauna þá sem láta í sér heyra þann 8. júní,“ segir James Watt, forstjóri BrewDog, um boð fyrirtækisins.
