Verða ekki með neinn heilsumat Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2017 10:00 Örn Tönsberg, Linnea Hellström og Krummi Björgvinsson hyggjast stofna vegan dænerinn Veganæs. Vísir/Anton Linnea Hellström er yfirkokkur Veganæs. Hún er frá Svíþjóð þar sem hún byrjaði að vinna sem kokkur en flutti svo til Spánar og síðar Bandaríkjanna þar sem hún lærði hjá nokkrum vegan kokkum. Í lok ársins 2012 flutti hún til Íslands og hefur verið mjög iðin við að dreifa boðskap veganisma hér á landi auk þess að hafa eldað, búið til matseðla og haldið námskeið fyrir staði eins og Bast, Kaffi Vínyl, Gló, Kaffihús Vesturbæjar – hún rak líka matarvagn sem breyttist í staðinn Taqueria. Einnig bjó hún til tvær bragðtegundir af sojavörunni Oumph! en það er eins konar vegan „kjöt“ – önnur bragðtegundin innblásin af saltkjöti. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að opna vegan veitingastað hér á landi og nú loksins er það að gerast. Ástæðan er sú að rétta fólkið kemur nú saman á réttum tíma – árið 2012 hefði tímasetningin ekki verið jafn góð og hún er núna enda hefur ýmislegt breyst bæði á Íslandi og annars staðar síðan þá,“ segir Linnea en hún vinnur ásamt Krumma Björgvinssyni, kærasta sínum, og Erni Tönsberg að verkefninu. „Í stað þess að opna og reka fyrirtæki vildi ég frekar vinna með fólki með svipaðar hugmyndir og ég og stuðla að samfélagsbreytingum. Ég vildi ekki bara reka fyrirtæki sem einungis selur vörur. Ég og Krummi höfum unnið saman að alls kyns hlutum auk þess sem hann hefur verið í því ferli að færa sig yfir í að vera vegan og Örn sömuleiðis, þannig að við eiginlega uxum saman í þetta verkefni – það var lógíska skrefið fyrir okkur að vinna saman því við viljum öll dreifa boðskapnum og erum með sama hugarfarið. Við gerum mismunandi list og allt það – en vinnum saman að því að búa til meira næs.“Hver er ástæðan fyrir því að þið kjósið að byggja staðinn inni á Gauknum? „Ástæðan fyrir því að við kusum að byggja veitingastaðinn inni á öðrum stað, stað inni á stað, er sú að búa til „win-win“ aðstæður. Eigendur Gauksins eru líka vegan og þau falla inn í hugsunarháttinn okkar og passa vel við okkur. Einnig viljum við endilega tengja saman matinn og tónlist – Gaukurinn gerir okkur það auðvelt fyrir.“Þið segist ekki ætla að vera með heilsufæði, hvers vegna?Það er mikilvægur punktur fyrir okkur. Okkur finnst vegan heilsufæði vera gerð góð skil nú þegar á Íslandi en það sem er erfiðara að fá er djúsí þægindamatur, þynnkumatur og annað í þeim dúr. Við viljum búa til fleiri möguleika fyrir fólk sem vill borða úti. Við viljum búa til „sveittan“ mat sem fólk sem er ekki endilega vegan vill líka fá sér – hafa matinn aðgengilegan fyrir hvern þann sem vill einfaldlega fá sér góðan bita.“Hvers vegna kjósið þið að hópfjármagna staðinn? „Það er ekki ekki einungis af því að við erum fátæk,“ segir Linnea hlæjandi, „jú, auðvitað líka út af því að við eigum ekki næga peninga til að borga fyrir heila klabbið sjálf. Við gætum líklega gert þetta á lengri tíma og fengið fjárfesta með okkur. En við vildum fá fólk með okkur og það er þar sem heimspeki okkar um samfélagslegar breytingar kemur inn. Við vildum sjá hverjir vilja styðja við bakið á okkur og opna hugmyndina fyrir hverjum þeim sem hefur áhuga á henni. Við viljum fá fólk til að tala um verkefnið, fá fylgjendur og vekja athygli.“ Verkefnið má styðja á karolinafund.com en það eru tæpir 40 dagar til stefnu. Einnig má finna Veganæs á Facebook. Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira
Linnea Hellström er yfirkokkur Veganæs. Hún er frá Svíþjóð þar sem hún byrjaði að vinna sem kokkur en flutti svo til Spánar og síðar Bandaríkjanna þar sem hún lærði hjá nokkrum vegan kokkum. Í lok ársins 2012 flutti hún til Íslands og hefur verið mjög iðin við að dreifa boðskap veganisma hér á landi auk þess að hafa eldað, búið til matseðla og haldið námskeið fyrir staði eins og Bast, Kaffi Vínyl, Gló, Kaffihús Vesturbæjar – hún rak líka matarvagn sem breyttist í staðinn Taqueria. Einnig bjó hún til tvær bragðtegundir af sojavörunni Oumph! en það er eins konar vegan „kjöt“ – önnur bragðtegundin innblásin af saltkjöti. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að opna vegan veitingastað hér á landi og nú loksins er það að gerast. Ástæðan er sú að rétta fólkið kemur nú saman á réttum tíma – árið 2012 hefði tímasetningin ekki verið jafn góð og hún er núna enda hefur ýmislegt breyst bæði á Íslandi og annars staðar síðan þá,“ segir Linnea en hún vinnur ásamt Krumma Björgvinssyni, kærasta sínum, og Erni Tönsberg að verkefninu. „Í stað þess að opna og reka fyrirtæki vildi ég frekar vinna með fólki með svipaðar hugmyndir og ég og stuðla að samfélagsbreytingum. Ég vildi ekki bara reka fyrirtæki sem einungis selur vörur. Ég og Krummi höfum unnið saman að alls kyns hlutum auk þess sem hann hefur verið í því ferli að færa sig yfir í að vera vegan og Örn sömuleiðis, þannig að við eiginlega uxum saman í þetta verkefni – það var lógíska skrefið fyrir okkur að vinna saman því við viljum öll dreifa boðskapnum og erum með sama hugarfarið. Við gerum mismunandi list og allt það – en vinnum saman að því að búa til meira næs.“Hver er ástæðan fyrir því að þið kjósið að byggja staðinn inni á Gauknum? „Ástæðan fyrir því að við kusum að byggja veitingastaðinn inni á öðrum stað, stað inni á stað, er sú að búa til „win-win“ aðstæður. Eigendur Gauksins eru líka vegan og þau falla inn í hugsunarháttinn okkar og passa vel við okkur. Einnig viljum við endilega tengja saman matinn og tónlist – Gaukurinn gerir okkur það auðvelt fyrir.“Þið segist ekki ætla að vera með heilsufæði, hvers vegna?Það er mikilvægur punktur fyrir okkur. Okkur finnst vegan heilsufæði vera gerð góð skil nú þegar á Íslandi en það sem er erfiðara að fá er djúsí þægindamatur, þynnkumatur og annað í þeim dúr. Við viljum búa til fleiri möguleika fyrir fólk sem vill borða úti. Við viljum búa til „sveittan“ mat sem fólk sem er ekki endilega vegan vill líka fá sér – hafa matinn aðgengilegan fyrir hvern þann sem vill einfaldlega fá sér góðan bita.“Hvers vegna kjósið þið að hópfjármagna staðinn? „Það er ekki ekki einungis af því að við erum fátæk,“ segir Linnea hlæjandi, „jú, auðvitað líka út af því að við eigum ekki næga peninga til að borga fyrir heila klabbið sjálf. Við gætum líklega gert þetta á lengri tíma og fengið fjárfesta með okkur. En við vildum fá fólk með okkur og það er þar sem heimspeki okkar um samfélagslegar breytingar kemur inn. Við vildum sjá hverjir vilja styðja við bakið á okkur og opna hugmyndina fyrir hverjum þeim sem hefur áhuga á henni. Við viljum fá fólk til að tala um verkefnið, fá fylgjendur og vekja athygli.“ Verkefnið má styðja á karolinafund.com en það eru tæpir 40 dagar til stefnu. Einnig má finna Veganæs á Facebook.
Matur Mest lesið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Fleiri fréttir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Sjá meira