Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:44 Karl sagði, í viðtali við Vísi, að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan. Karl Wernersson Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan.
Karl Wernersson Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent