Einlægt ákall Ástrósar hreyfði við Karli Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 12:44 Karl sagði, í viðtali við Vísi, að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan. Karl Wernersson Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt! Við hoppuðum hæð okkar af gleði,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri Krafts, um samstarf Apótekarans og stuðningsfélagsins Krafts sem aðstoðar og styður við ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Samningurinn var undirritaður 1.júní síðastliðinn. Apótekarinn hefur lagt Krafti lið í formi fjárstuðnings. Stjórnendur Apótekarans vildu ekki gefa upp hve há fjárhæðin er en heimildir Vísis herma að um sé að ræða 500 þúsund krónur mánaðarlega. Sjóðurinn er ætlaður að nýtast krabbameinsveikum sem þurfa að nálgast lyf sem oft á tíðum eru dýr. Með því að leggja inn beiðni til Krafts og sækja um aðgang eiga sjúklingar tækifæri að nálgast krabbameinslyfin sín í Apótekaranum endurgjaldslaust.Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdarstjóri Krafts og Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur, skrifa undir samninginn.Vísir/KrafurÁkall Ástrósar hafði áhrif Samstarfið kemur í kjölfar gagnrýni Ástrósar Rutar Sigurðardóttur á gífurlegan kostnað krabbameinsveikra einstaklinga og vakti það gríðarlega athygli. Ástrós birti færslu á Facebook þar sem hún ræddi um kostnað eiginmanns síns sem greindur er með krabbamein.Sjá einnig: Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“„Í kjölfarið hafði Karl Wernersson samband við okkur og sagði að sér hefði runnið blóðið til skyldunnar og vildi gera eitthvað fyrir okkar fólk. Þetta er alveg óskaplega flottur styrkur sem þeir láta okkur hafa. Þeir vilja gera við okkur samning út þetta ár og næsta ár,“ segir Ragnheiður. Hún nefnir þó að blendnar tilfinningar fylgi þessu að því leyti að henni finnist að fólk með langvinna sjúkdóma eigi almennt að fá lyfin án endurgjalds líkt og í samanburðarlöndum. Þau muni halda áfram að berjast með kjaft og klóm fyrir því. Þetta séu hins vegar frábærar fréttir og þau séu glöð með samstarfið. „Það er alltaf verið að hamra á neikvæðum fréttum og stór fyrirtæki sem gera svona lagað eiga ekkert annað en gott skilið. Þetta er sérstaklega rausnarlegt af þeim og við erum afar þakklát,“ segir Ragnheiður.Vildi leggja fram hjálparhönd Vísir hafði samband við Karl Wernersson sem staðfesti að hann hefði haft samband við Kraft persónulega. Sjálfur segist hann vera starfsmaður hjá Apótekaranum og vinnur á skrifstofunni með framkvæmdarstjóra ásamt öðrum. Karl sagði að umfjöllun Ástrósar Rutar um málefni krabbameinsveikra hafi hreyft við honum. „Ég heyrði bara þetta samtal og fannst að þarna væri staður sem við gætum lagt til hjálparhönd. Þannig fór verkefnið á stað,“ segir Karl í samtali við Vísi og segir að það hafi verið ákveðin skilda hjá þeim að aðstoða Kraft. Kjartan Örn Þórðarson, lyfjafræðingur og fulltrúi Apótekarans, sagði í samtali við Vísi að þetta væri gleðiefni. „Við höfum í gegnum árin verið að styrkja sambærileg verkefni og ákváðum að þessu sinni að einbeita okkur að þessu og styðja við bakið á þeim,“sagði Kjartan.
Karl Wernersson Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira