Einlægt ákall Ástrósar: „Það er verið að misnota fársjúkan mann“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. mars 2017 19:30 Myndband Ástrósar Rutar Sigurðardóttur hefur vakið mikla athygli í kvöld Mynd/Skjáskot/Ástrós Rut „Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Þegar manneskja greinist með krabbamein þá á hún ekki að vera að borga fyrir lyfin sín, hún á ekki að vera að borga fyrir að hitta lækni í korter. Það er verið að misnota manninn minn og það er búið að vera að gera það í mörg ár,“ segir Ástrós Rut Sigurðardóttir, í myndbandi sem hún birti á Facebook síðu sinni fyrr í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Ástrós er varaformaður Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Í myndbandinu vekur hún máls á gríðarlegum lækniskostnaði sem hún og maður hennar, Bjarki Már Sigvaldsson, hafa þurft að greiða vegna veikinda hans en Bjarki Már greindist með ristilkrabbamein í árslok 2012. „Hann er með ólæknandi krabbamein. Við þurfum kraftaverk til að hann lifi þetta af. Við reynum að gera eins og við getum til að lengja líf hans en eins og í dag getum við ekki keypt okkur íbúð, við getum ekki lagt fyrir. Það er rosalega lítið af hlutum sem við getum leyft okkur vegna þess að maðurinn minn er veikur og vegna þess að kerfið, íslenska kerfið, býður ekki upp á betra líf fyrir veikt fólk,“ segir Ástrós Rut í samtali við Vísi. Hún segist vonsvikin yfir því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við kosningaloforð um bætt heilbrigðiskerfi. „Þegar allir flokkarnir voru í bullandi framboði þá voru þeir að lofa öllu fögru. Eins og Björt framtíð, þau lofuðu öllu fögru í sambandi við betra heilbrigðiskerfi og að minnka kostnað sjúklinga og það er bara ofboðslega lítið búið að breytast. Mér finnst rosalega lítil áhersla lögð á að betrumbæta líf öryrkja. Öryrkjar eru líka fólk sem er með lífshættulega sjúkdóma eins og maðurinn minn, fólk sem á ekki langt eftir. Það er að borga til síðasta dags háar upphæðir fyrir lyf og fyrir það að hitta lækninn sinn. Mér finnst þetta bara svo ofboðslega rangt,“ segir Ástrós. „Ég veit alveg að maður tekur upp veskið í hvert skipti sem maður fer í apótekið eða fer í læknisheimsókn en maður er bara búinn að borga þegjandi og hljóðalaust og helst með lokuð augun. En þegar maður sér þetta allt í einu og sér heildarsummuna og sér allt sem maður hefur greitt þá verður maður frekar reiður og sár.“Myndband Ástrósar má sjá í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira