Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:25 Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Vísir Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira