Toto Wolff: Ósatt að Mercedes ætli að hætta í Formúlu 1 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júní 2017 23:00 Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes segir liðið ekkert vera á leiðinni út úr Formúlu 1 og að Eddie Jordan hafi kannski djammað aðeins of hart í Mónakó. Vísir/Getty Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Toto Wolff, liðsstjóri heimsmeistaranna í Mercedes liðinu í Formúlu 1, blæs á allar sögusagnir um að Mercedes ætli að draga sig úr keppni í Formúlu 1 eftir tímabilið 2018. Eddie Jordan, fyrrum eigandi Jordan liðsins í Formúlu 1 og nú sérfræðingur Channel 4 í Formúlu 1 hleypti orðrómnum af stað. Hann sagði í samtali við þýska fjölmiðla að Mercedes myndi hverfa aftur til hlutverks vélaframleiðanda eftir tímabilið 2018.Eddie Jordan í Mónakó. Spurningin er hvort hann hafi eitthvað fyrir sér um útgöngu Mercedes.Vísir/GettyJordan segir að hann myndi gera það ef hann stjórnaði Mercedes. Hann segist hafa viðrað skoðun sína við Dieter Zetsche, yfirmann Daimler sem er eignarhaldsfélagið sem rekur Mercedes-Benz. Að sögn Jordan hafnaði Zetsche ekki hugmyndum hans. Wolff hefur hins vegar sagt hugmyndir Jordan byggðar á sandi. Wolff benti á að liðið hefur samið um viðveru sína í Formúlu 1 út árið 2020. „Þessar sögusagnir eru ekki byggðar á staðreyndum og sýna ekkert meira en skaðlegar ágiskanir eins manns,“ sagði Wolff. „Mónakó er staður þar sem fólki finnst gaman að djamma, svo virðist sem einhver hafi gert aðeins of mikið af því,“ sagði Wolff einnig og vísar til orðrómsins en Jordan segist hafa talað við Zetsche í Mónakó. „Mercedes er samningsbundið til þátttöku í Formúlu 1 út árið 2020 og stendur eins og er í viðræðum við nýja eigendur um næstu skref eftir að því tímabili lýkur,“ bætti Wolff við.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00 Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina. 31. maí 2017 07:00
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi. 5. júní 2017 09:00