Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar Sæunn Gísladóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Katarar óttast vöruskort í landinu. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. Business Insider greinir frá því að að á síðustu dögum hafi áhyggjuástand myndast í nokkrum atvinnugreinum, meðal annars í vöruflutningum, matvælum, hjá flugfélögum og á fjármálamarkaði. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen ákváðu á dögunum að slíta stjórnmálasambandi við Katar og sökuðu ríkin yfirvöld þar í landi um að styðja við hryðjuverkahópa. Nú hafa sjö ríki slitið stjórnmálasambandi við Katar. Mikill innflutningur er á matvælum frá Sádi-Arabíu til Katars og hafa íbúar í Katar lýst yfir áhyggjum af því að landið gæti orðið uppiskroppa með mat vegna ákvörðunarinnar. Einnig verður erfitt að flytja út vörur frá Katar, verið er að skoða nýjar leiðir til þess sem getur hægt á útflutningi og verið gríðarlega kostnaðarsamt. Líklega mun ákvörðunin einnig hafa áhrif á flugflota landsins þar sem lofthelgi landsins er frekar lítil og þurfa flugfélög að fljúga um flughelgi Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Katarar neita ásökununum og kallar utanríkisráðherra landsins, Mohammed Bin Abdulrahman al-Thani, eftir viðræðum við nágrannaríkin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið. Business Insider greinir frá því að að á síðustu dögum hafi áhyggjuástand myndast í nokkrum atvinnugreinum, meðal annars í vöruflutningum, matvælum, hjá flugfélögum og á fjármálamarkaði. Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen ákváðu á dögunum að slíta stjórnmálasambandi við Katar og sökuðu ríkin yfirvöld þar í landi um að styðja við hryðjuverkahópa. Nú hafa sjö ríki slitið stjórnmálasambandi við Katar. Mikill innflutningur er á matvælum frá Sádi-Arabíu til Katars og hafa íbúar í Katar lýst yfir áhyggjum af því að landið gæti orðið uppiskroppa með mat vegna ákvörðunarinnar. Einnig verður erfitt að flytja út vörur frá Katar, verið er að skoða nýjar leiðir til þess sem getur hægt á útflutningi og verið gríðarlega kostnaðarsamt. Líklega mun ákvörðunin einnig hafa áhrif á flugflota landsins þar sem lofthelgi landsins er frekar lítil og þurfa flugfélög að fljúga um flughelgi Barein, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Katarar neita ásökununum og kallar utanríkisráðherra landsins, Mohammed Bin Abdulrahman al-Thani, eftir viðræðum við nágrannaríkin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28 Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00 Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fimm ríki slíta stjórnmálasambandi við Katar Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar vegna tengsla ríkisins við hryðjuverkahópa. 5. júní 2017 08:28
Samstarfsslitin skilja Katar eftir einangrað Óvissa ríkir á Arabíuskaganum eftir að fjöldi ríkja sleit stjórnmála- og viðskiptasambandi við Katar í gær. Yfirvöld segja vegið að sjálfstæði landsins en halda því fram að aðgerðirnar komi ekki til með að hafa nein áhrif á daglegt líf borgaranna. 6. júní 2017 07:00
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn. 7. júní 2017 09:27