Innlent

Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi

Hrund Þórsdóttir skrifar
Aukafréttatími verður á samtengdum rástum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 12 á hádegi í dag.

Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er í London, og mun hann meðal annars spjalla við kjósendur á kjörstað og við Jonathan Freedland, sérfræðing hjá Guardian. Þá skoðum við nýjustu skoðanakannanir, en allt bendir til æsispennandi kosninga.

Í hádegisfréttunum fjöllum við einnig um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, en hann kemur fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag og tjáir sig meðal annars um samskipti sín við Donald Trump.

Gríðarleg spenna er í Washington fyrir yfirheyrslur yfir honum og sagði fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum í gær, að Watergate-hneykslið bliknaði í samanburði við fregnir af meintum tengslum forsetaframboðs Donalds Trump við yfirvöld í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×