Erlent

Myndband sýnir skjót viðbrögð lögreglu við hryðjuverkaárásinni í London

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Lögreglan mætti á svæðið aðeins átta mínútum  eftir að tilkynnt var um árásina
Lögreglan mætti á svæðið aðeins átta mínútum eftir að tilkynnt var um árásina Vísir/skjáskot
Myndband sem sýnir bresku lögregluna binda enda á hryðjuverkaárásina í London í síðustu viku hefur komið upp á yfirborðið. Þar má sjá skjót viðbrögð lögreglumannanna sem mæta á Borough Market aðeins átta mínútum eftir að árásin var tilkynnt. Sky News greinir frá.

Það fyrsta sem blasti við lögregumönnunum var einn árásarmannanna sem hafði þá þegar stungið eina manneskju með hníf. Maðurinn var skotinn samstundis. Lögreglumennirnir hleyptu alls af 48 skotum sem að lokum bundu enda á líf hryðjuverkamannanna þriggja og þar með árásina sjálfa.

Lögreglan tilkynnti á miðvikudag að hún hefði í haldi fimm manneskjur grunaðar um aðild að málinu.

Myndbandið má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Árásin í London: Öllum sleppt úr haldi lögreglu

Lögregla í London hefur sleppt öllum, sem handteknir voru á sunnudag í tengslum við árásina á London Bridge og Borough Market á laugardagskvöld, úr haldi. Þá hefur annað fórnarlamb árásarinnar verið nafngreint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×